Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 180
178
ing var gerð, er gilda skyldi sem lög í sjóhernaði, liefir þessi
ráðstefnulöggjöf farið mjög í vöxt. Þessum alþjóðaráðstefn-
um hefir síðan farið sífjölgandi, og liafa þær fengizt við ýmiss
konar mál. Framan af voru þær innblásnar af mannúðlegri
löngun til að draga úr liörmungum stríðs og styrjaida, eins
og ráðstefnunnar í Genf 1864 (um stofnun Rauða krossins),
1906 og 1929, um meðferð sjúkra og særðra; ráðstefnurnar
í Haag 1899 og 1907 um stofnun og endurskipulagningu frið-
ardómstólsins. Þá voru ráðstefnur haldnar um alþjóða-sam-
göngur og viðskipti, póst- og símamál o. þvl. og loks um
listamanna- og rithöfundarétt (Bernar-samþykktin 1886). Þá
voru og ráðstefnur haldnar til þess að binda enda á ýmis
stjórnarfarsleg vandamál og gera út um örlög einstakra ríkja.
Sem dæmi þess má nefna Lundúnaráðstefnuna 1881, sem lýsti
yfir sjálfstæði Belgíu, aðra ráðstefnu á sama stað 1867, er
lýsti yfir sjálfstæði Luxemhurgar, Berlínarráðstefnuna 1878,
er fjallaði um Tyrkland og Balkanríkin, og ráðstefnuna í
Algeciraz, er setti niður Marokkódeiluna.
Talið hefir verið saman nýverið, live mörg vandamál liafi
verið rædd og leyst að nokkru á slíkum ráðstefnum; urðu
þau á árunum 1864-—1914 alls 257 talsins, er heita máttu af
löggjafartagi, en fyrstu 11 ár þjóðabandalagsins urðu þau
alls 229.
Hér er þannig um mjög álitlega byrjun að ræða; en hins
verður ekki dulizt, að ráðstefnur þessar geta hvorki í störf-
um sínum né afköstum jafnazt á við löggjafarþing einstakra
ríkja. Venjulegast taka þær aðeins fyrir eitt mál eða fá. Álykt-
anir þeirra eru ekki lieldur skuldbindandi nema fyrir þau
í-iki, er þátt taka í þeim, og þá því aðeins, að stjórnir viðkom-
andi rikja staðfesti þær eftir á, en nokkur misbrestur hefir
viljað verða á því. Svo er oft örðugt að koma slíkum ráð-
stefnum á, þótt mikið sé í liúfi, fyrir sinnuleysi manna heima
fyrir í ýmsum löndum á alþjóðamálum eða þá ótta við, að
þeirra málstaður verði fyrir horð borinn. Því er enginn efi á,
að ef unnt væri að koma á laggirnar alþjóða-þingi, er hefði
rétl lil að setja þjóðunum lög í öllum milliríkja- og alþjóða-
málum, þá yrði það mun mikilvirkara og afkastameira en
þessar einstöku ráðstefnur, sem skotið var á við og við, stund-
um aðeins til þess að eyða málunum eða kviksetja þau urn
skemmri eða lengri tíma.
5. Alþjóðasambönd og alþjóðastofnanir. Ekki hefir fram til
þessa verið til nein allsherjarstofnun, er velcti vfir verzlunar-