Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 66
64
við áiit annarra og dóma, að þeir þora sig ekki að hræra né
láta sig uppi um neitt; hræðslan við dóma annarra elur hjá
þeim beyg og kvíða, sem endað getur í fullkomnum heiguls-
liætti og úrræðalevsi.
Þá er til sérstök sálarveila, er líka mun sprottin af hræðslu
eða alltof mikilli „samvizkusemi“, svonefnd íhugunar- eða
efasýki (folie de doute). Þá eru menn jafnan að velta því
fyrir sér, hvort þeir eigi að gera eitthvað eða gera það ekki,
og liafi þeir gert eitthvað, livort það hafi verið rétt gert, og
færa þá ýmis rök fyrir þessu hæði með og móti; en þetta dreg-
ur úr orku þeirra til athafna. Hamlet Sliakespeares þekkti
þetta manna bezt, enda var honum ljóst, til hvers það leiddi.
Því segir hann:
Samvizkan1) gerir gungur úr oss öllum,
og áræðisins hrausti heijsulitur
smábreytist svo í fölleitt Jiugar-hik,
og athöfn hver, sem heimtar móð og merg,
nær eigi framrás fyrir þeirri viðsjá,
en missir nafnið framkvæmd .
(hýð. Matth. Joeli., III. J)., 1. atriði.)
7. Huglevsi, siðferðileg hálfvelgja. Þá er til önnur veila, er
getur verið ýmist meðfædd, áunnin eða hvort tveggja, að
menn hræðist aðköst annarra, þótt þeir heri sig horginmann-
lega og' grohhi jafnvel af imynduðum afrekum. Eitthvert
hezta dæmi þessa í skáldmenntunum er Pétur Gautur eftir
Henrik Ibsen.
Pétur er ágætlega gefinn og hugsar hátt, að verða prinz,
konungur og jafnvel keisari; en skapfestuna og áræðið vant-
ar; hann slær jafnan úr og í og vill liafa vaðið fyrir neðan sig:
Ut og inn, það er eitt og samt.
aftur og fram ])að verður jafnt.
Og' svo verður „Beygurinn mikli“ fyrir lionum, þetta blauta,
þvala flikki, almenningsálitið, sem alstaðar þvælist fyrir lion-
um og fær liann til að beygja hjá, í stað þess að stefna beint
að því marki, er liann liefir sett sér. Þannig er það beygurinn,
er fær liann til að hætta við kofasmíðina í skóginum, svíkja
Sólveigu, flýja sveit sína og land og flækjast út um heim og
iðka þar liitt og' þetta með þeirri siðferðilegu hálfvelgju, sem
auðkenndi hann upp frá því. Hann gerist fyrst gullnemi í
Klondike, þá burgeis í Boston og flytur þá út jöfnuni hönd-
um skurðgoðamyndir og kristniboða til Kína; þá ferðalang'-
1) „Samvizkan" er röng þýðing; ætti að vera íhyglin, þvi að á dögum
Shakespeares þýddi conscience ekki samvizku, lieldur umliugsun, íhygli.