Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 132
130
min svo, sem þetta sé almennur þjóðarlöstur vor íslendinga,
þótt hann sé all-áberandi sumstaðar, heldur svo, að misjafn
sé sauður í mörgu fé og bæði óorðheldni og sviksemi smiti
auðveldlega út frá sér. En ég mun reyna að nefna ekki önnur
dæmi en þau, sem ég veit, að eru sönn.
Það mætti spyrja matvörukaupmenn hér í Reykjavík, hvort
þeir hafi ekki nokkuð oft orðið fyrir því, að heilar fjölskyldur
liafi tekið út hjá þeim mánuðum saman og lofað skilvísri
greiðslu, en flutzt siðau huldu höfði í önnur bæjarhverfi, þar
sem þær liófu þetta sama á nýjan leik. A hinn bóginn má
segja um vöruna, sem kaupmennirnir selja, að fátt er jafn-
áriðandi og vörugæðin, en hversu oft kemur það fyrir, að
varau er annaðhvort svikin (t. d. skófatnaður) eða seld við
okurverði? Veitti ekki af að lögleiða hér, líkt og í Ameríku,
að standa ætti greinilega á efni því og vörum, er seldar væru,
hvað í þeim væri, svo að menn þyrftu ekki að vera í vafa um,
livað þeir væru að kaupa. Svo er það glysvarningur, sem ofl
er seldur okurverði, sem annaðhvort þyrfti að verðleggja eða
banna innflutning á; postulínshundarnir frægu, sem einu
sinni voru á öðrum hverjum bæ, kostuðu á sinum tíma ekki
nema 2—5 kr., en nú er ein postulínskýr seld fyrir tvö þúsund
og nokkrar krónur.
Þá hafa iðnaðarmenn vorir oft fengið orð í eyra fvrir það,
að þeir væru stundum nokkuð óorðlieldnir, og veit ég áreið-
anleg dæmi þess. Maður nokkur ætlaði að gifta sig og festa
bú nokkru eftir aldamótin. Hann hafði leigt sér íbúð og pant-
að húsgögn hjá húsgagnasmið hér í bæ og áttu þau að vera til
fyrir 1. okt. En svo leið baustið og veturinn og langt fram á
næsta sumar, að maðurinn sat i tómthúsi sínu og borgaði
liúsaleigu eftir það, en ekki komu húsgögnin fyrr en i sept.
ári síðar, og þá gat maðurinn farið að liugsa til að gifta sig. —•
Mánuðum saman verða menn nú og' að bíða eftir fötum, er
þeim liafa verið lofuð. Maður einn lét taka af sér mál og valdi
fataefni laust eftir áramót, og var honum sagt, að hann fengi
fötin einhverntíma á næstu þrem mánuðum. Er liðið var
nokkuð á fjórða mánuð, var málið týnt og fataefnið selt. Þá
eru dæmi til þess, að menn liafa fengið föt sín fljótar og bctur
hreinsuð með því að senda þau til Ameríku en að bíða eftir
þeim hér. Og stundum kemur það fyrir, að menn fá ekki aftur
það, sem við er gert, á tilsettum tíma, en verða að bíða eftir
því vikur og jafnvel mánuði. Þetta eru hvergi nærri heilbrigð