Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 261
259
Þróunarstigin eru hér hin sömu: efni, líf og' andi. Efninu
og efnasamsetningu þess hafi sennilega undið fram af enn
frumstæðari heimi (lieimi rafeindanna). Síðan hafi hinum
fjölþættari efnum með eiginleikum þeirra undið fram af
frumefnunum. Þau hafi myndað ýmist steinefrþ (crystaloids)
eða slímlmoð (colloids). En með slímhnoðunum, einkum
þeim af kolefnistagi, hafi lífinu undið fram. Og allsstaðar
hafi einhverju nýju undið fram, þar sem nýjar samhæfing-
ar áttu sér stað. En hinir nýju eiginleikar, er fram vindi, ráði
jafnan mestu um gang málanna á því sviði, er þeir verða til
á. Þannig hefir efni, líf og andi tekið við, hvað fram af öðru;
hyggt að visu á því, sem þegar var fyrir, en síðan haldið þró-
uninni áfram, svo sem hezt lientaði. Þannig hafi framvinda
og þróun meðvitundar haft hin mestu áhrif á hreytni manna
og háttsemi og leitt til framhaldandi félagslegrar þróunar.
„1 líkama, þar sem lifi liefir undið fram, fer allt fram eins
og á hærra sviði. Og í lífveru, þar sem meðvitund hefir undið
fram, veldur hún nýju háttalagi. Og í persónu, þar sem skvn-
samlegri hugsun liefir undið fram, kemst háttbreytnin á enn
hærra stig o. s. frv.“
Llovd Morgan hefir meingað þessa kenningu sína með því
að blanda í hana einskonar Spinozisma, eins og raunar
S. Alexander líka hefir gert með því að tala um „mind“
(meðvitund) löngu áður en hún er orðin til — með því að láta
efni og anda mynda tvær jafnhliða línur, er gagnsmjúgi alla
tilveruna, í auðsærri mótsögn við þá aðalkenningu hans, að
þetta þróist með einhverjum hætti hvað fram af öðru. Loks
gerir Lloyd Morgan guð að fyrstu orsök alls og segir, að þró-
unin lýsi guðlegu áformi, þar sem nýrealisminn lætur hið
guðdómlega mynda æðsta og síðasta stig þróunarinnar.
Ekki tjáir nú að fara lengra út í þessar skoðanir nýreal-
ista og framvindumanna, lieldur verður að benda á liitt, sem
háðum er jafn-áfátt um, og það er það, að þeir gera litla eða
enga tilraun til þess að sýna, hvernig þróunin kemst af
einu stigi á annað og hvað áunnið er við hinar nýju eðlis-
eigindir og starfshætti þeirra, að það er nýtt og nokkuð breylt
orsakasamhengi, sem yeldur því, að allt fer nokkuð öðruvísi
fram á hinu nýja þróunarsviði en á því eldra. Því er það,
að þessi framvinda verður nokkuð óskiljanleg almenningi,
og að kenningar þessar þurfa all-mikils rökstuðnings við og
viðauka frá sjónarmiðum vísindanna til þess, að þær geli
orðið mönnum skiljanlegri. Því vil ég nú freista þess að bæta