Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 165
163
eða með beinu ofbeldi. En við þetta hefir baráttan víða harðn-
að og orðið illvígari. Hafa hinar vinnandi stéttir stundum
ekki skirrzt við að valda atvinnuvegum landsins og þar með
afkomu allrar þjóðarinnar stórtjóni um skemmri eða lengri
tíma. En ýmsir menn á liinn bóginn úr hinum æðri stéttum
og jafnvel stjórnendur lýðræðisríkjanna liafa um skemmri
eða lengri tima dregið taum einræðisherranna í fascistaríkj-
unum og jafnvel ofurselt þeim beil lönd og þjóðir með því
að rísa ekki gegn þeim, meðan tími var til, eða beint að lijálpa
þeim með lánum og bernaðartækjum til þess að leggja undir
sig lönd og þjóðir, eins og t. d. Abessiníu, Albaníu, Spán,
Tékkóslóvakíu og Pólland og nú síðast sjálft Frakkland.
Arangur þessa varð heimsstyrjöld sú, er nú stendur vfir og
hefir þegar kostað milljónir mannslífa.1)
Auk þess er, eins og bent hefir verið á (í XVIII, 12. gr.)
innri mótsögn í sjálfu lýðræðisskipulaginu, því að frjálst
framtak á annan bóginn og jöfnuður á binn bóginn eru liug-
sjónir, er naumast geta þrifizt lilið við blið. Frelsi og jöfn-
uður eru vígorð, er menn í lýðræðislöndum tönnlast á meira
eða minna liugsunarlaust, án þess að gera sér grein fyrir, að
þetta eru í raun og veru andstæður, sem er mjög erfitt að
sameina. Hinar óæðri, vinnandi stéttir heimta, eins og skilj-
anlegt er, öryggi um lífsafkomu sína, jafnrétti á móts við
liinar æðri stéttir, og umfram allt, að þær séu ekki arðrændar
af þeim, sem framleiðslutækin eiga. En hinar æðri og auð-
ugri stéttir vilja, þrátt fyrir allt hjal um lýðræði, hafa töglin
og hagldirnar í þjóðfélaginu og bafa það lika, af því að þær
hafa hinn fjárhagslega mátt til þessa, en af þessu stafar öll
stéttabarátta innan þjóðfélaganna.
Nú mætti bugsa sér, að draga mætti úr þessari stéttabar-
áttu með tillögum Beveridges eða öðru slíku, þar sem hverjum
þjóðfélagsþegni væri tryggt eittlivert lágmark allra lífsnauð-
synja sinna, eða með samvinnu eða einlivers konar sameign
á framleiðslu og framleiðslutækjum. En á þessu eru líka
margir agnúar og örðugleikar i framkvæmd, og alls elvki víst,
þótt maður skipti um þjóðskipulag, nema seinni villan yrði
verri en hin fvrri, því að svo margir amlóðar eru með hverri
þjóð, að þeir vilja elíkert fvrir lífinu liafa.
Um samvinnustefnuna, eins og raunar allar stefnur, mætti
segja, að hún getur orðið til ills eða góðs, allt eftir þvi, livernig
1) Sbr. Harold Laski : Where do we go from liere? (Penguin Books).