Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 217
215
urlögin eru mun vægari nú en áður. Jafnvel í deilum þjóða
í milli er farið að vænta sanngirni og góðvildar, sbr. 5. lið í
starfsreglum alþjóðadómstólsins, þar sem sagt er, að dæma
megi af sanngirni og góðvild frekar en að lögum (magis ex
aequo et bono qaa jure), ef málsaðiljar koma sér saman
það. Þó eru menn almennt enn mjög ósanngjarnir í dagdóm-
um sínum, einkum í öllum svonefndum siðferðismálum, og
er manni þá oft ekki grunlaust um, að sá sé eða hafi verið
einna sekastur, sem dómsjúkastur er, því að í siðferðismál-
um vilja helzt allir teljast heilagir og lýtalausir, og því eiga
þeir aldrei nógu sterk orð fyrir þá, sem hrasað hafa. En góð-
vildin sér, skilur og fvrirgefur.
3. Góðvild. Eins og sýnt hefir verið fram á í næstsíðasta
kafla, nær réttlætið, þegar það er komið á sitt hæsta stig, ærið
langt, ekki einungis til einstakra manna, heldur og til flokka,
stétta og þjóða, vfirleitt til alls þess, þar sem einhver mann-
leg samskipti eru eða geta átl sér stað. Þessi virðing fyrir
réttindum annarra manna getur meira að segja tevgt sig svo
langt, að örðugt verði að greina milli réttlætis og góðvildar.
Réltlætið gerir þó jafnan ráð fvrir einhverri skyldu, er manni
her að rækja og uppfylla; cn góðvildin gerir ráð fyrir, að
maður vilji gera öðrum gott, án þess að manni beri bein
skylda til þess. Af góðvild sinni gera menn því meira en þeim
ber, og mætti því nefna þetta fórnandi dvggð. Og sum-
um mönnum er svo farið, að þeir mega ekkert aumt sjá, án
þess að þá langi til að hjálpa, en þá verður góðvildin að
miskunnsemi. Þó getur verið mikill munur á góðvild rnanna,
eins og sýnt skal síðar, eftir því, hvort hún nær til vitsins
eins eða skynseminnar, eða til hjarta og handar. Og þótt
góðvildar kenni ekki, meðan allt er með felldu og allt gengur
sinn venjulega gang, þá getur samúðarþel stétta og þjóða á
erfiðleika- og hörmungatímum orðið svo ríkt, að menn telji
það beint skvldu sína að lijálpa samstéttarmönnum sínum,
samlöndum eða frændþjóðum á hvern þann liátt, sem þeim
er auðið. Því sagði líka Ai-istóteles endur fyrir löngu: „Séu
samþegnarnir vinir, hafa þeir enga þörf á réttlæti; en þótt
þeir séu réttlátir, þá þarfnast þeir hæði vináttu og ástar."1)
Góðvild er sú dyggð, er finnur gleði sína í því að styðja að
gæfu og gengi annarra eða hæta úr hörmungum þeirra með
því, að menn sjálfir leggi eitthvað í sölurnar, sem þeim þó her
1) Eth. Nich.. vm. l.