Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 81

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 81
TlMARIT VFl 1967 79 er nú fyrir Austurlandi og mjög misjafnlega langt frá landinu. Það er mín skoðun, að ekki þurfi mikið út af að bera í sambandi við strauma og sjávarhita til þess, að síldin væri stöðugt, kannski um 200 mílur undan Austurlandinu, þó svo við gerum ekki ráð fyrir, að hún hverfi þaðan alveg. En hvernig stöndum við þá með okkar stóra og dýra síldarflota, ef síldin heldur sig þetta langt eða lengra frá landi? Þá er ég hræddur um, að nýt- ing síldarflotans verði ekki góð, og þá fyrst kem- ur fram, hvers virði það er að hafa þessi síld- arflutningaskip, sem þegar eru í eigu lands- manna. Það hefur nefnilega sýnt sig, að þessi skip eru ótrúlega afkastamikil, ef þau geta fengið síld strax, og, sem sagt, nánast verið eins og rútuskip af miðunum. Það sýnir sig til dæmis um þetta skip, sem vié erum með, Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan. Það kom til landsins í byrjun ágúst 1965 og það flutti frá því í byrjun ágúst og þangað til um miðjan desember 207 þúsund mál, og það var langt frá því, að skipið væri alltaf í stöðugum flutningum. Tilkoma síldarflutningaskipanna tryggir síldveiðarnar, þó að síldin haldi sig langt frá landi, og nýting flotans eykst stórlega, en það er einmitt þetta, sem ég vildi leggja aðal- áherzluna á. Vissulega eru margir aðrir kostir við skipin, og það kemur Haraldur Ásgeirsson ákaflega vel inn á í sínu ágæta erindi. Hann bendir á, hvað þessi skip eru búin að skapa mikil verðmæti, sem annars hefðu ekki skapazt. Sú síld, sem flutt var, var að miklu leyti afli, sem annars hefði ekki komið á land. Ef við lítum á þetta frá sjónarmiði heildarinnar, þá eru þessi skip, að minnsta kosti Síldin, sem kom fyrr, búin að skapa verðmæti fyrir þjóðina, sem nemur marg- földu kostnaðarverði sínu. En svo er til annað sjónarmið, og það er sjónarmið okkar, sem stöndum í því að reka skipin. Við erum í mikl- um vandræðum með reksturinn. Nú hefir það sýnt sig, að síldarflutningar eru ekki síður hags- munamál sjómanna og útgerðarmanna en verk- smiðjanna og er því sanngjarnt, að þessir að- ilar beri kostnað við útgerð flutningaskipanna ekki síður en verksmiðjurnar. Verður því að ákvarða flutningsgjaldið með þetta í huga. Þá er eitt, sem rétt er að benda á, en það er, að mun lægra verð á að vera á síld, sem tekin er um borð í flutningaskipin beint úr nót- um veiðiskipanna, vegna þess að þau eru þegar komin með fullfermi og eiga að öðrum kosti ekki annars úrkosta en sleppa aflanum úr nót- inni. Fyrir þessa síld höfum við greitt sama verð og þá, sem tekin er úr bátunum sjálfum. Hér er um beina björgun verðmæta að ræða og ber að meta það að verðleikum. Ég vil endurtaka það, að ég er þakklátur fyrir það, að þessi mál komu hér til umræðu. Ég tel þau vera svo mikilvæg fyrir okkur í heild, að það sé rétt, að sem flestir kynnist þeim. Dr. Jakob Sigurðsson: Mig langar til þess að gera aðeins eina eða tvær fyrirspurnir vegna upplýsinga, sem ég held að væri fróðlegt að fá fram varðandi þessa síldarflutninga. Verksmiðjurnar hafa stofnað til þeirra til þess að tryggja sér hráefni, og vegna þess, eðlilega, hefur fyrst og fremst verið hugs- að um það, að ná magni af síld af miðunum til þeirra verksmiðja, sem þar hafa staðið að baki. En mér finnst að fyrst svona er farið að flytja síldina af miðunum, taka hana nýja úr nótun- um eða úr bátunum, að þá hafi furðulega lítið verið gert í því að flytja hana til lands óskemmda, þannig að hún verði hæf til annarrar og dýrmætari vinnslu, þegar að landi kemur, ekki sízt þegar svo er, eins og t.d. hér í Reykja- vík, að hún kemur gjarnan á þeim tíma, sem frystihús og söltunarstöðvar eru verklausar. Ég veit að þetta hefur verið athugað eitthvað. Það hefur verið um það talað. Ég held að það væri mjög fróðlegt að fá hér fram, hver rökin eru fyrir því, að ekki hefur verið lögð meiri áherzla á að flytja þessa síld í fersku ástandi til ákvörð- unarstaðar heldur en gert hefur verið. Það er talað um að Síldin hafi flutt um 36.000 tonn af síld til Reykjavíkur. Ef við hugsum okkur að bara 20% af þeirri síld hefði verið flutt hing- að í þannig ástandi, að hægt hefði verið að nota hana til frystingar eða til söltunar, og sláum því lauslega fram, að þetta hefði munað 1,00 kr. á kg í verðgildi síldarinnar hingað kominni, þá hefðu þarna verið um ca. 7 millj. kr. mismun að ræða, og hann hefði kannski orðið meiri. Nú virðist það svo, að þegar búið er að kaupa skip og búa það áhöfn og útbúnaði, sem til þarf til þess að taka síldina um borð og losa sig við hana, þá sé allur aðalkostnaðurinn kominn, og það vanti bara herzlumuninn til þess að þarna sé hægt að flytja að minnsta kosti all- verulegan hluta af farminum í fersku ástandi. Það er náttúrlega hægt, með því að ísa síldina eða kæla hana í pækli eða sjó. Þetta eru að- ferðir, sem eru vel kunnar, og ég veit að hafa verið mikið reyndar, en mér þykir fróðlegt að vita, hvernig á því stendur, að ekki hefur verið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.