Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 81
TlMARIT VFl 1967
79
er nú fyrir Austurlandi og mjög misjafnlega
langt frá landinu.
Það er mín skoðun, að ekki þurfi mikið út
af að bera í sambandi við strauma og sjávarhita
til þess, að síldin væri stöðugt, kannski um 200
mílur undan Austurlandinu, þó svo við gerum
ekki ráð fyrir, að hún hverfi þaðan alveg. En
hvernig stöndum við þá með okkar stóra og dýra
síldarflota, ef síldin heldur sig þetta langt eða
lengra frá landi? Þá er ég hræddur um, að nýt-
ing síldarflotans verði ekki góð, og þá fyrst kem-
ur fram, hvers virði það er að hafa þessi síld-
arflutningaskip, sem þegar eru í eigu lands-
manna. Það hefur nefnilega sýnt sig, að þessi
skip eru ótrúlega afkastamikil, ef þau geta
fengið síld strax, og, sem sagt, nánast verið
eins og rútuskip af miðunum.
Það sýnir sig til dæmis um þetta skip, sem
vié erum með, Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan.
Það kom til landsins í byrjun ágúst 1965 og það
flutti frá því í byrjun ágúst og þangað til um
miðjan desember 207 þúsund mál, og það var
langt frá því, að skipið væri alltaf í stöðugum
flutningum. Tilkoma síldarflutningaskipanna
tryggir síldveiðarnar, þó að síldin haldi sig langt
frá landi, og nýting flotans eykst stórlega, en
það er einmitt þetta, sem ég vildi leggja aðal-
áherzluna á.
Vissulega eru margir aðrir kostir við skipin,
og það kemur Haraldur Ásgeirsson ákaflega vel
inn á í sínu ágæta erindi. Hann bendir á, hvað
þessi skip eru búin að skapa mikil verðmæti,
sem annars hefðu ekki skapazt. Sú síld, sem
flutt var, var að miklu leyti afli, sem annars
hefði ekki komið á land. Ef við lítum á þetta
frá sjónarmiði heildarinnar, þá eru þessi skip,
að minnsta kosti Síldin, sem kom fyrr, búin að
skapa verðmæti fyrir þjóðina, sem nemur marg-
földu kostnaðarverði sínu. En svo er til annað
sjónarmið, og það er sjónarmið okkar, sem
stöndum í því að reka skipin. Við erum í mikl-
um vandræðum með reksturinn. Nú hefir það
sýnt sig, að síldarflutningar eru ekki síður hags-
munamál sjómanna og útgerðarmanna en verk-
smiðjanna og er því sanngjarnt, að þessir að-
ilar beri kostnað við útgerð flutningaskipanna
ekki síður en verksmiðjurnar. Verður því að
ákvarða flutningsgjaldið með þetta í huga.
Þá er eitt, sem rétt er að benda á, en það
er, að mun lægra verð á að vera á síld, sem
tekin er um borð í flutningaskipin beint úr nót-
um veiðiskipanna, vegna þess að þau eru þegar
komin með fullfermi og eiga að öðrum kosti
ekki annars úrkosta en sleppa aflanum úr nót-
inni. Fyrir þessa síld höfum við greitt sama
verð og þá, sem tekin er úr bátunum sjálfum.
Hér er um beina björgun verðmæta að ræða og
ber að meta það að verðleikum.
Ég vil endurtaka það, að ég er þakklátur
fyrir það, að þessi mál komu hér til umræðu.
Ég tel þau vera svo mikilvæg fyrir okkur í heild,
að það sé rétt, að sem flestir kynnist þeim.
Dr. Jakob Sigurðsson:
Mig langar til þess að gera aðeins eina eða
tvær fyrirspurnir vegna upplýsinga, sem ég
held að væri fróðlegt að fá fram varðandi þessa
síldarflutninga. Verksmiðjurnar hafa stofnað til
þeirra til þess að tryggja sér hráefni, og vegna
þess, eðlilega, hefur fyrst og fremst verið hugs-
að um það, að ná magni af síld af miðunum til
þeirra verksmiðja, sem þar hafa staðið að baki.
En mér finnst að fyrst svona er farið að flytja
síldina af miðunum, taka hana nýja úr nótun-
um eða úr bátunum, að þá hafi furðulega lítið
verið gert í því að flytja hana til lands
óskemmda, þannig að hún verði hæf til annarrar
og dýrmætari vinnslu, þegar að landi kemur,
ekki sízt þegar svo er, eins og t.d. hér í Reykja-
vík, að hún kemur gjarnan á þeim tíma, sem
frystihús og söltunarstöðvar eru verklausar. Ég
veit að þetta hefur verið athugað eitthvað. Það
hefur verið um það talað. Ég held að það væri
mjög fróðlegt að fá hér fram, hver rökin eru
fyrir því, að ekki hefur verið lögð meiri áherzla
á að flytja þessa síld í fersku ástandi til ákvörð-
unarstaðar heldur en gert hefur verið. Það er
talað um að Síldin hafi flutt um 36.000 tonn
af síld til Reykjavíkur. Ef við hugsum okkur
að bara 20% af þeirri síld hefði verið flutt hing-
að í þannig ástandi, að hægt hefði verið að nota
hana til frystingar eða til söltunar, og sláum
því lauslega fram, að þetta hefði munað 1,00
kr. á kg í verðgildi síldarinnar hingað kominni,
þá hefðu þarna verið um ca. 7 millj. kr. mismun
að ræða, og hann hefði kannski orðið meiri. Nú
virðist það svo, að þegar búið er að kaupa
skip og búa það áhöfn og útbúnaði, sem til þarf
til þess að taka síldina um borð og losa sig
við hana, þá sé allur aðalkostnaðurinn kominn,
og það vanti bara herzlumuninn til þess að
þarna sé hægt að flytja að minnsta kosti all-
verulegan hluta af farminum í fersku ástandi.
Það er náttúrlega hægt, með því að ísa síldina
eða kæla hana í pækli eða sjó. Þetta eru að-
ferðir, sem eru vel kunnar, og ég veit að hafa
verið mikið reyndar, en mér þykir fróðlegt að
vita, hvernig á því stendur, að ekki hefur verið