Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 82

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 82
80 TlMARIT VFl 1967 farið út í þetta að einhverju leyti. Mér sýnist, að tæknilegir örðugleikar þarna geti varla verið svo óyfirstíganlegir. Vel mætti t.d. hugsa sér það, að ef einhver tiltekinn hluti af lestarrúmi skipsins væri útbúinn til kælingar, þá mætti taka í það í hverri ferð síðustu síldina, sem inn kem- ur, þannig að það yrði tryggt að hún þyrfti aldrei að hafa langan geymslutíma, þangað til hún kæmi í land. Það er annað, sem mér hefði þótt fróðlegt að heyra um líka, en sem furðu hljótt hefir verið um. Við vitum að eitt síldarskip er búið sér- stökum útbúnaði til þess að geyma síld kælda, og það mun hafa verið á veiðum nokkurn tíma. Það hefur ekki orðið úr því, að þessi möguleiki hafi verið notaður svo máli skipti, og ég held að það væri ákaflega fróðlegt, því að ég taidi þetta vera mjög efnilegt fyrirtæki, að heyra, af hverju hefur ekki orðið meira úr þessu heldur en raun ber vitni um ennþá. Fyrst að farið var út í flutninga á síld í stórum stíl á sérstökum flutningaskipum, og fyrst að tæknilegir mögu- leikar eru til að varðveita verðgildi hennar, vegna hvers er það þá ekki gert? Tölulegir út- reikningar hljóta að hafa sýnt að það borgi sig. Dr. Þórður Þórbjarnarson: Ég þakka dr. Jakobi fyrir þetta innlegg hans. Ég get sjálfur svarað hluta af spurningunum, sem hann lagði fyrir ráðstefnuna. Síldin, sem er flutt í síldarflutningaskipunum og á að bræða í verksmiðjum, er rotvarin með hættulegu eitri, sem heitir natríumnítrít, og það er miklum örð- ugleikum bundið að flytja síld, sem á að nota til manneldis, í sömu skipum. Það þyrfti a.m.k. alveg sérstakan flutningsútbúnað til þess, svo að hún kæmi ekki í nokkra snertingu við flutn- ingatæki, sem eru notuð fyrir bræðslusíldina. Haraldur Ásgeirsson: Ég vil aðeins taka það fram til þess að fyrir- byggja misskilning, að það sem að vakti fyrir mér, þegar ég skrifaði þessa grein, var að reyna að bregða upp mynd, mynd til þess að örfa aðra til að vinna svolítið betur að þessum málum. Ég er ekki viss um, að hækkun á flutnings- gjaldi að óbreyttum grundvelli mundi verða til hagsældar fyrir þessa atvinnugrein, en ég tel augljóst að það verði að koma fram annar grundvöllur til þess að flytja eftir. Það er engin skynsemi í því, að mínu viti, að borga sama verð fyrir það, þegar verið er að bjarga afla 200—300 mílur úti í hafi eða að taka afla til flutninga uppi við landsteina. Ef við hugsuðum okkur mismunandi verð eftir því hvar síldin væri tekin, þá verðum við líka að minnast þess, að skipin eru nokkurn veginn jafn dýr pr. dag, og þau geta ekki bara legið aðgerðalaus á nær- miðum. Þar verður að koma til eitthvað lægra verð. Ég held að það verði að koma inn einhvers konar skattur, eins og Jónas Haralz minnist á í erindinu sínu hér áðan, að iðnaðurinn yrði skatt- lagður í heild, og að þessi skattur væri að ein- hverju leyti notaður til þess að jafna út og betrumbæta þessa flutningamöguleika. Dr. Jakob Sigurðsson varpaði fram spurningu um það, hvers vegna hafi ekki verið gert meira í því að flytja manneldissíld að landi, og ég held kannski að það hafi verið þess vegna, sem ég byrjaði erindi mitt á því að segja, að við þurf- um að taka upp aðra stefnu, við þurfum að fá miklu meira fé í rannsóknir, heldur en gert hefur verið. Við þurfum að geta myndað okkur sjóði til þess að gera þessar tilraunir. Mér er kunnugt um það, að Bolungarvíkurverksmiðjan lagði í það allmikinn kostnað að innrétta í Dag- stjörnuna búnað til þess að flytja sjókælda síld. Þetta átti að vera tilraun, til þess gerð að kom- ast að því, hvort um raunverulega góðan mögu- leika væri að ræða. Settir voru í einn tank í skipinu sérstakir spíralar og dæluútbúnaður, og skipið fór eina ferð með hálfan tank af ís til þess að gera þessa tilraun. Heppnin var ekki með, því veður hamlaði veiðum, og ísinn bráðn- aði of fljótt í óeinangruðum lestum. Þarna vant- ar sem sagt fjármagn til þess að gera svolítið betur. Ef hægt hefði verið að leggja í þann icostnað að einangra lestina, þá hefði ísinn ekki leysts upp. Verðmæta vitneskju hefði mátt fá fyrir lítil fjárframlög, og því endurtek ég, að aðalmarkmið mitt, með því að skrifa þessa grein var það, að bregða upp mynd af því, hvernig ástandið er, þannig að það gæti örfað einhverja til þess að íhuga þetta betur og nota þær upp- lýsingar, sem þegar eru fengnar, til þess að koma flutningatækninni á svolítið hagkvæmara stig. Árni Snævarr: Góðir ráðstefnugestir. Það er ekki ætlan mín að fara að flytja hér neitt ávarp eða að taka þátt í þessum umræðum. En fyrir hönd Verk- fræðingafélags Islands vil ég lýsa ánægju þess vfir því, að það tókst að stofna til þessarar þriðju ráðstefnu félagsins um vísindaleg og hag- nýt verkefni og hve góðum skilningi þessi við- leitni félagsins hefur mætt. Ég vildi þá aðeins nota þetta tækifæri til þess að flytja undirbún-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282
Síða 283
Síða 284
Síða 285
Síða 286
Síða 287
Síða 288
Síða 289
Síða 290
Síða 291
Síða 292
Síða 293
Síða 294
Síða 295
Síða 296
Síða 297
Síða 298
Síða 299
Síða 300
Síða 301
Síða 302
Síða 303
Síða 304
Síða 305
Síða 306
Síða 307
Síða 308
Síða 309
Síða 310
Síða 311
Síða 312
Síða 313
Síða 314
Síða 315
Síða 316
Síða 317
Síða 318
Síða 319
Síða 320
Síða 321
Síða 322
Síða 323
Síða 324
Síða 325
Síða 326
Síða 327
Síða 328
Síða 329
Síða 330
Síða 331
Síða 332
Síða 333
Síða 334
Síða 335
Síða 336
Síða 337
Síða 338
Síða 339
Síða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.