Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 82
80
TlMARIT VFl 1967
farið út í þetta að einhverju leyti. Mér sýnist,
að tæknilegir örðugleikar þarna geti varla verið
svo óyfirstíganlegir. Vel mætti t.d. hugsa sér
það, að ef einhver tiltekinn hluti af lestarrúmi
skipsins væri útbúinn til kælingar, þá mætti taka
í það í hverri ferð síðustu síldina, sem inn kem-
ur, þannig að það yrði tryggt að hún þyrfti aldrei
að hafa langan geymslutíma, þangað til hún
kæmi í land.
Það er annað, sem mér hefði þótt fróðlegt að
heyra um líka, en sem furðu hljótt hefir verið
um. Við vitum að eitt síldarskip er búið sér-
stökum útbúnaði til þess að geyma síld kælda,
og það mun hafa verið á veiðum nokkurn tíma.
Það hefur ekki orðið úr því, að þessi möguleiki
hafi verið notaður svo máli skipti, og ég held
að það væri ákaflega fróðlegt, því að ég taidi
þetta vera mjög efnilegt fyrirtæki, að heyra, af
hverju hefur ekki orðið meira úr þessu heldur
en raun ber vitni um ennþá. Fyrst að farið var
út í flutninga á síld í stórum stíl á sérstökum
flutningaskipum, og fyrst að tæknilegir mögu-
leikar eru til að varðveita verðgildi hennar,
vegna hvers er það þá ekki gert? Tölulegir út-
reikningar hljóta að hafa sýnt að það borgi sig.
Dr. Þórður Þórbjarnarson:
Ég þakka dr. Jakobi fyrir þetta innlegg hans.
Ég get sjálfur svarað hluta af spurningunum,
sem hann lagði fyrir ráðstefnuna. Síldin, sem
er flutt í síldarflutningaskipunum og á að bræða
í verksmiðjum, er rotvarin með hættulegu eitri,
sem heitir natríumnítrít, og það er miklum örð-
ugleikum bundið að flytja síld, sem á að nota
til manneldis, í sömu skipum. Það þyrfti a.m.k.
alveg sérstakan flutningsútbúnað til þess, svo
að hún kæmi ekki í nokkra snertingu við flutn-
ingatæki, sem eru notuð fyrir bræðslusíldina.
Haraldur Ásgeirsson:
Ég vil aðeins taka það fram til þess að fyrir-
byggja misskilning, að það sem að vakti fyrir
mér, þegar ég skrifaði þessa grein, var að reyna
að bregða upp mynd, mynd til þess að örfa aðra
til að vinna svolítið betur að þessum málum.
Ég er ekki viss um, að hækkun á flutnings-
gjaldi að óbreyttum grundvelli mundi verða til
hagsældar fyrir þessa atvinnugrein, en ég tel
augljóst að það verði að koma fram annar
grundvöllur til þess að flytja eftir. Það er engin
skynsemi í því, að mínu viti, að borga sama
verð fyrir það, þegar verið er að bjarga afla
200—300 mílur úti í hafi eða að taka afla til
flutninga uppi við landsteina. Ef við hugsuðum
okkur mismunandi verð eftir því hvar síldin
væri tekin, þá verðum við líka að minnast þess,
að skipin eru nokkurn veginn jafn dýr pr. dag,
og þau geta ekki bara legið aðgerðalaus á nær-
miðum. Þar verður að koma til eitthvað lægra
verð. Ég held að það verði að koma inn einhvers
konar skattur, eins og Jónas Haralz minnist á í
erindinu sínu hér áðan, að iðnaðurinn yrði skatt-
lagður í heild, og að þessi skattur væri að ein-
hverju leyti notaður til þess að jafna út og
betrumbæta þessa flutningamöguleika.
Dr. Jakob Sigurðsson varpaði fram spurningu
um það, hvers vegna hafi ekki verið gert meira
í því að flytja manneldissíld að landi, og ég held
kannski að það hafi verið þess vegna, sem ég
byrjaði erindi mitt á því að segja, að við þurf-
um að taka upp aðra stefnu, við þurfum að
fá miklu meira fé í rannsóknir, heldur en gert
hefur verið. Við þurfum að geta myndað okkur
sjóði til þess að gera þessar tilraunir. Mér er
kunnugt um það, að Bolungarvíkurverksmiðjan
lagði í það allmikinn kostnað að innrétta í Dag-
stjörnuna búnað til þess að flytja sjókælda síld.
Þetta átti að vera tilraun, til þess gerð að kom-
ast að því, hvort um raunverulega góðan mögu-
leika væri að ræða. Settir voru í einn tank í
skipinu sérstakir spíralar og dæluútbúnaður, og
skipið fór eina ferð með hálfan tank af ís til
þess að gera þessa tilraun. Heppnin var ekki
með, því veður hamlaði veiðum, og ísinn bráðn-
aði of fljótt í óeinangruðum lestum. Þarna vant-
ar sem sagt fjármagn til þess að gera svolítið
betur. Ef hægt hefði verið að leggja í þann
icostnað að einangra lestina, þá hefði ísinn ekki
leysts upp. Verðmæta vitneskju hefði mátt fá
fyrir lítil fjárframlög, og því endurtek ég, að
aðalmarkmið mitt, með því að skrifa þessa grein
var það, að bregða upp mynd af því, hvernig
ástandið er, þannig að það gæti örfað einhverja
til þess að íhuga þetta betur og nota þær upp-
lýsingar, sem þegar eru fengnar, til þess að
koma flutningatækninni á svolítið hagkvæmara
stig.
Árni Snævarr:
Góðir ráðstefnugestir. Það er ekki ætlan mín
að fara að flytja hér neitt ávarp eða að taka
þátt í þessum umræðum. En fyrir hönd Verk-
fræðingafélags Islands vil ég lýsa ánægju þess
vfir því, að það tókst að stofna til þessarar
þriðju ráðstefnu félagsins um vísindaleg og hag-
nýt verkefni og hve góðum skilningi þessi við-
leitni félagsins hefur mætt. Ég vildi þá aðeins
nota þetta tækifæri til þess að flytja undirbún-