Andvari - 01.01.1973, Side 60
58
GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN
ANDVARI
kveðinn, þá er eiginkona hans og ómetanlegur lífsförunautur lézt, en það
var hinn 10. september 1964. En hann var mikið karlmenni og har tilfinn-
ingar sínar ekki á torg. Hann átti sér og auk minningaauðsins þá miklu
harmabót, að hann lagcSi einlæga ást við hörn sin og barnabörn og naut
náinnar umbyggju og djúptækrar virðingar allra sinna tengdabarna. Og
ekki sinnti hann embættisstörfum sínum síður en áður. Svo sem kunnugt
er alþjóð, ber ekki forseta Islands að hafa bein stjórnmálaleg afskipti. En
að minnsta kosti sumir helztu stjórnmálamenn þjóðarinnar leituðu gjarnan
á hans fund, þegar mikinn vanda bar að höndum, og þágu hjá honum
holl ráð.
Asgeir Asgeirsson var mcð ágætum ritfær, svo sem áður hefur verið á
drepið. Hann ritaði framan af ævinni margt um skólamál og stundum um
skáldskap, var m. a. útgefandi Skólablaðsins 1921—22, Menntamála 1924—
31 og í ritstjórn Vöku 1927—29. Einnig skrifaði hann merkar minningar-
greinar. Hann bar óvenjugott skyn á mál og stíl, enda gæddur ótvíræðri
formgáfu, samfara hnitmiðaðri rökvísi. Þessu kynntist þjóðin gleggst í hin-
um mörgu og vönduðu ræðum, sem hann flutti á forsetaárum sínum. Ein
af þeim eftirminnilegustu er sú, sem hann kallaði „Ávarp forseta Islands,"
en þá ræðu flutti hann í Hallgrímskirkju 15. rnarz 1964, til minningar um,
að 350 ár voru liðin frá fæðingu Hallgríms Péturssonar. Unr gildi skáld-
skapar Hallgríms fyrir íslenzku þjóðina ritaði hann fjörutíu árum áður í
verkinu Kver og kirkja, og í ávarpi sínu leggur hann eins og áður
áherzlu á ekki aðeins skáldskaparlegt og trúarlegt gildi meistaraverka skálds-
ins, heldur og þjóðlegt, sakir tengsla þeirra við fornar gullaldarbókmenntir.
Hann segir svo:
„Orðsnilld og andagift er hans náðargáfa. Hjá honum fer saman efni
og stíll, en stíllinn er sjálfur maðurinn. Þar er bæði lognalda og brimsúgur.
Elann sækir efniviðinn úr sarntíð sinni, frá söguöld og í heilög guðspjöll.
Mál lians er tært og skært, af vörum alþýðunnar, þrautræktað í frásögn,
skáldskap og ritmáli frá upphafi Islands byggðar. Á öld niðurlægingarinn-
ar kveður síra Hallgrímur kjark í sjálfan sig og þjóð sína, hug og dug, og
kveikir framtíðarvonir líkt og Egill í sorg sinni . . . . “
Eg hef ekki séð þessi sannindi betur orðuð í örstuttu máli en þarna.
Ásgeir Ásgeirsson hafði og miklar mætur á Meistara Jóni. I lann kunni með
ágætum að skilja þar hafra stirðnaðra guðfræðikenninga frá metfé kjarn-