Andvari - 01.01.1973, Page 73
ANDVAIiI
ÁTRUNAÐUR JÓNASAR OG RJARNA
71
hendi, en því er ekki að heilsa. Skáld geta lýst hugmyndum í ljóði, sem þau
eru ekki fylgjandi af alhuga, — t.d. í erfiljóði, sem ort er eftir pöntun. Samt
mun óhætt að fullyrða um þá Jónas og Bjarna, sem hér er fjallað um, að
hugur fylgi máli í kvæðum þeirra. En raunar skiptir mestu, hvaða átrúnaði
ljóðin lýsa, því að í þeim lifa skáldin enn í hugum vorum og hafa bein og
óbein áhrif.
Áður en lengra er haldið og horfið að meginmálinu, verður minnzt á
aðra þýðingu þess að vita nokkur skil á því efni, sem hér um ræðir.
Jesús Kristur setti ekki fram fastmótaða trúarlærdóma í venjulegri merk-
ingu. Því síður skapaði hann fullmyndað og fastbundið trúfræðikerfi. Hann
flutti að vísu og lagði ríka áherzlu á ákveðna opinberun og viss þekkingar-
atriði, en samtímis og öllu fremur á sérstakt líferni. En þegar lærisveinar hans
höfðu klofið sig frá Gyðingdómnum, eftir upprisuna og sending Andans, tóku
þeir af hrýnni nauðsyn að halda fram kristnum skoðunum í sem samræmd-
astri mynd. Fljótlega munu hinir fyrstu drættir hinnar „postullegu trúar-
jatningar" hafa verið dregnir í einhverri rnynd a. m. k.
Páll postuli var sprenglærður guðfræðingur á gyðinglega vísu fyrir aftur-
hvarf sitt, og síðar lagði hann að miklum hluta þann grundvöll að kristinni
guðfræði, sem að miklu leyti er lítt haggaður enn í dag. Samt urðu strax á
dögum hans hatrammar deilur um ýmis atriði, og hefur „æði guðfræðinganna"
ekki linnt né lokið síðan, og ekki útlit til þess, að það hjaðni í yfirsjáanlegri
framtíð. Fornkirkjan stóð sem ein heild gegn umheiminum, fyrst sakir of-
sóknanna, síðar að vilja valdhafanna. En innbyrðis var hún margklofin fyrr
°g síðar. Bæði voru deilur milli ýmissa kirkjudeilda og átök og flokkadrættir
innan einstakra safnaða. Því að þá eins og nú voru skoðanir, siðir og helgi-
venjur hinna fjölmörgu safnaða ýmissa landa margbreytilegar.
Guðfræðideilur miðaldanna voru ekki síður hatrammar og lauk raunar
með því, að Lúther klauf rómversk-kaþólsku kirkjuna svo rækilega, að sumir
telja, að kaþólska og lútherska séu frernur tvenn trúarbrögð en tvær kirkju-
deildir. Og síðan hefur sannarlega sem fyrr ekki skort alls konar óeiningu
mnan allra kirkjudeildanna. Þótt kallast megi lognmolla hérlendis, eru svo að
segja í öllum löndum, m. a. nágrannlöndum vorum, allstríðir stormar á sum-
um kirkjusviðum.
Við minning þessa vaknar spurningin: Llvernig hefur kirkjan staðizt,
þrátt fyrir sviptibyljina og sundrungina? Og hvað getum vér átt sammerkt
°g sameiginlegt með kirkju fortíðarinnar og öðrurn kirkjudeildum, þar sem sú
guðfræði ýmist ríkti eða ríkir, sem virðist fjarlægari vorri en danskan ís-
lenzkunni?