Andvari - 01.01.1973, Page 76
74
GUNNAR ÁRNASON
ANDVARI
áherzlu á það, sem að þeirra mati var skynsamleg guðsdýrkun og dygðugt líf-
erni. A hinu leitinu voru svo gallharðir guðsafneitarar, sem vildu afmá trúna
og rífa kirkjuna niður til grunna. Þeirra gætti lítið sem ekki hér úti á hala
veraldrar.
Magnús Stephensen dómstjóri, einhver athafnasamasti íslendingur á menn-
ingarsviðinu fyrr og síðar, var hérlendis postuli þeirra, sem héldu fast við
trúna á Guð, dygðina og ódauðleikann. Skyldi þó dygðin skipa fyrirrúmið.
Sést það glöggt á „Árnapostilhi", sem Magnús fékk Árna biskup Helgason,
stiftprófast í Görðum, til að semja í þeirri ætlan að koma með því Vídalíns-
postillu fyrir kattarnef. Magnús gaf líka út endurskoðaða sálmabók, sem fékk
nafnið „Leirgerður", enda prentuð í Leirárgörðum. Ilún er nú frægust af
þessari vísu, sem séra Jón Þorláksson kvað um hana:
Esters bók nefnir aldrei Guð,
enn þótt í Ritning standi;
en þú af sálmum uppstöppuð
ei greinir neinn sé fjandi;
ályktun mín skal af því sú:
að þið systurnar, bún og þú,
seljist í sama bandi.
Hananú þá, hananú þá.
Þessi tónn mætti opnum eyrum.
En þrátt fyrir alla skynsemi Magnúsar Stephensens, óhugandi vilja og
afhurða starfsþrek gekk honum treglega að ryðja upplýsingunni rúm og rækta
dygðakálgarð hennar meðal almennings á Islandi.
Og senn berst nýr blær sunnan um höf.
Hin þýzka voröld (Sturrn und Drang) þeirra Goethe og Schillers er gengin
í garð. Stormar hennar og skúrir bæla og brjóta nytjagróður upplýsingarinnnar,
en vekja þess í stað litauðugt og margbreytilegt blómskrúð. Og hinn grái hvers-
dagur upplýsingarinnar snýst í bjarmaland og tunglskinsævintýri hugsvifa-
stefnunnar.
Forfeður hennar, Rousseau og Herder, telja mönnum hollast að hverfa
aftur til náttúrunnar, en einblína ekki á fyrirmyndir fornaldarinnar. Því er
stefnan í upphafi andstæða fornbókmenntastefnunnar. í bókmenntasögunni er
hugsvifastefnan samt að jafnaði látin tákna gagnstæðu raunsæisstefnunnar.
Skýring þessa er sú, að fylgjendur hugsvifastefnunnar skoði alltaf menn og hluti,
jafnt í nánd og fjarlægð, í einhvers konar hugsjónabirtu, en raunsæisstefnan
byggi hins vegar allt á vanalegum athugunum óg skýri það á náttúrlegan hátt.
Sannast sagna er hugsvifastefnan kynlegur gróður í ætt við það, sem oft ber
fyrir í draumum og hugsýnum. Og þrátt fyrir hið upphaflega mark, sem minnt
var á, verður fornhetjudýrkunin hvað ljósasta einkenni hennar, ásamt náttúru-
dýrkuninni. Hugsvifastefnan spennir, líka á trúmálasviðinu, að heita má yfir