Andvari - 01.01.1973, Síða 120
118
ÞORSTEINN SÆMUNDSSON
ANDVARI
skiptar skoðanir þegar fyrir hans daga. Hann notar orðið orbis mjög oft í
ritinu, en er sýnilega oftast að hugsa um hring eða kringlu fremur en kúlu.
í ritverkinu fylgir Kóperníkus svipaðri uppsetningu og Ptólemæus liafði
gert í Almagest: kenningar og stærðfræðigrundvöllur koma fyrst, en síðan
samanburður við athuganir í einstökum smáatriðum. Ef til vill hefur
Kóperníkus hagað þessu svo, til þess að auðveldara yrði að bera ritin saman.
Kóperníkus gengur út frá því, að allar hreyfingar í himingeimnum séu
hringhreyfingar; að því leyti víkur hann ekki frá eldri kenningum. Þá lýsir
liann þeirri skoðun sinni, að himintunglin séu kúlulaga, og gefur þá skýringu,
að allt efni, stórt og smátt, leitist eins og vatnsdropinn við að taka á sig kúlu-
lögun, sem sé hið fullkomnasta form. Hann reynir að skýra, hvers vegna snún-
ingur jarðar valdi ekki merkjanlegum áhrifum á yfirborði jarðar. Allir hlutir,
jafnvel skýin á himninum, taki þátt í hinni sameiginlegu hreyfingu, og því
sé ekki unnt að merkja hreyfingu milli þeirra innbyrðis. Hlutir, sem falli til
jarðar, geri það ekki vegna þess, að þeir leiti inn að miðju alheimsins, heldur
liafi hlutirnir tilhneigingu til að sameinast í stærri heildir og mynda hnetti.
Þannig beri að skilja það, hvers vegna hlutirnir lrafi þyngd. Eins muni þessu
farið um sól, tungl og reikistjörnur, sem taki á sig hnattlögun, óháð hringhreyf-
ingunr sínum. Við sjáum þarna ófullkominn vísi að þyngdarlögmáli því, sem
Newton setti fram 150 árum síðar.
Kóperníkus minnist á þá mótbáru Ptólemæusar, að jörðin hlyti að sundrast,
ef hún snerist um ás sinn. Segir Kóperníkus, að sér sýnist himinhvelfingin vera
í öllu meiri hættu að þessu leyti, ef hún ætti að snúast um jörðina heilan hring
á tveimur dægrum; til þess þyrfti hún að vera á óskaplegri ferð.
Þá færir Kóperníkus sannfærandi rök fyrir því, að jörðin hreyfist, en
sólin standi kyrr, og telur, að hinn mikli ljóshnöttur stjórni reikistjörnunum,
sem um hann snúast.
Kóperníkus bendir á þann kost kenningar sinnar, að hún skýri sjálfkrafa,
lrvers vegna reikistjörnurnar Merkúríus og Venus sjáist aldrei mjög langt frá
sól. Það sé einfaldlcga vegna þess, að þær gangi um sól eftir þrengri brautum
en jörðin, hringbrautir þeirra séu minni urn sig. í kerfi Ptólemæusar varð ekki
hjá því komizt að tengja göngu Merkúríusar og Venusar við göngu sókr með
sérstökum hætti, þannig að aukahringirnir, sem þessar reikistjörnur gengu eftir,
urðu alltaf að liggja milli jarðar og sólar.
Þá skýrði kerfi Kóperníkusar á einfaldan lrátt, hvers vegna reikistjarnan
Mars, og reyndar líka Júpíter og Satúrnus, er næst jörðu og sérlega björt, ein-
mitt þegar hún er gagnstætt sól á himninum, en fjarlægist jörðu og dofnar,