Prestafélagsritið - 01.01.1928, Page 172
158 Tvö bréf frá séra ]óni Bjarnasyr.i. Prestaféiagsritið.
eiffhvað að fá með mig að gjöra. Fékk hann ekki svar frá
honum fyr en eftir æði tíma, því einnig þessi klerkur var á
ferðalagi. Loksins kom þó svar frá honum svo hljóðandi, að
ég ælti að koma til hans ásamt konu minni. Þannig héldum
við burt frá St. Louis um kvöldið 2. nóv. Var okkur ráðlagt
að fara ekki með járnbraut, heldur með gufuskipi upp eftir
Missisippi, og hugðu menn (einmitt norsku stúdentarnir við
skólann), að sú ferð mundi ekki vera meir en 3 daga; en
þab fór öðru vísi, því að við komumst ekki hingað fyr en 13.
s. m. Þessi tafsama ferð kom að nokkru leyti af því, að eitt
skipa þeirra, sem við fluttumst með, laskaðist, svo það varð
að snúa aftur, en setja »passagerac í land og láta þá bíða
nokkra daga eftir næsta skipi. Áin var líka orðin grunn og
mjög vatnslítil af langvinnum þurkum, svo að stundum stóð alt
grunn. Ekki þurftum við þó að kvarta um illa aðbúð á þess-
ari skipsferð eins og á Atlanzhafi. Hér var alt svo elegant
og íburðarmikið, að fram úr hófi keyrir. Þó urðum við fegin
að sjá fyrir endann á þessari ferð. Koren prestur tók einkar
vel á móti okkur og hefir síðan veitt okkur miðdegisverð hjá
sér, en húsnæði gott þar í nánd ásamt því, sem við þurfum,
t. a. m. eldivið, og það, sem við þurftum til snæðings kvölds
og morguns. í því tilliti getum við því verið vel ánægð; því
hann hefir mjög látið sér ant um, að okkur skorti engan Iík-
amlegan hlut, sem við þurfum á að halda. Fáeinum dögum
eftir að við komum, átti Koren ásamt 3 öðrum prestvígðum
sýnódumönnum (þ. e. forstöðumanni skólans hér og 2 öðrum
þar til heyrandi) með mér svo kallað »coIloqvium« eða trúar-
samtal, sem fyrir er skipað meðal þeirra og á að miða til
þess, að þeir geti kynt sér, ef hlutaðeigandi hefir aðrar trúar-
skoðanir en þeir. Þetta colloqvium var næsta formelt og over-
fladiskt. Mintust þeir þar við mig á fáein trúaratriði, helzt á
ýms þau, er þá greinir á í við ýms önnur lútersk kirkjufélög
norsk hér í Ameríku. Fanst þeim þá, að ég mundi vera sam-
mála við sig í öllu verulegu. En skömmu síðar þóttist Koren
sjá, að ég væri ekki nógu hreinn í trúnni, og átti endur og
sinnum tal við mig út af slíkum efnum. Fann ég það fljótt,