Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 7
X. Menning og siðgæði.
1. Menning. Orðið „menning“ er eitt af þeim orðum í máli
voru, sem eru svo margræð, að leggja má í þau liina marg-
víslegustu merkingu. Þannig mætti fvrst og fremst leggja í orð
þetta þá merkingu, að verða að manni. Þá myndi það merkja
þá löngu og erfiðu þróunarbraut, er maðurinn einhvern tima
í fyrndinni hefir orðið að ganga frá dýri til manns. En sú
saga verður ekki rakin hér. Þá gæti það og merkt jons þró-
unarstig mannkynsins frá frumstæðustu lifnaðarháttum þess
í skauti náttúrunnar og fram til menningar þeirrar, er vér
nú lifum við. Talað er um steinaldar-, eiraldar- og járnaldar-
menningu o. s. frv. En sú saga verður ekki heldur rakin hér.
En svo er í daglegu tali oft og einatt talað um menningu og
menningarleysi og þar átt við siðmenning einstaklinga
eða þjóða, og þá lialda menn, að ekkert sé um að villast leng-
Ur, þá viti menn, hvað átt sé við. En svo er nú ekki, því að
orðið „siðmenning" er einnig margrætt orð og oft vitum vér
ekki, hvort þar er átt við vtri eða innri menningu-
2. Ytri og innri menning'. Oft notum vér orðið „siðmenning"
i tvennskonar merkingu, um ytri og innri menningu, sem er
sitt hvað, en getur þó farið saman. Á flestum Norðurlanda-
málum eru notuð tvö orð til þess að tákna þetta: civil-
ixation og kultur. Orðið civilisation er dregið af latn-
eska orðinu civilis, horgaralegur, og merkir borgaralega vtri
menningu eða siðafar, sem getur verið ýmist gott eða illt
eða bil beggja. En orðið kultur, sem dregið er af latneska
orðinu cultura og í upprunalegri merking sinni þýðir ræktun
jarðar eða ræktun jurta og dýra, hefir síðan verið notað í
óeiginlegri merkingu um þá göfgun andans (cultura
animi) eða þá ræktun hjarta og hugarþels, sem égvil levfa
mér að kalla siðgæði, til aðgreiningar frá svonefndu siðferði
og meiri eða minni ytri siðvendni.