Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 8
6
3. Siðferði, siðvendni og siðgæði. í fyrra þætti rits þessa
(I, 5) var greint i milli svonefnds eðlishvatastigs, skyldustigs
og stigs hins innra siðgæðis. Samsvarandi þvi mætti tala hér
um siðferði, sem annaðhvort getur verið gott eða illt, sið-
vendni, sem revnir að uppfylla skyldur sinar gegn meiri eða
minni innri mótþróa, og siðgæði, er gerir það, sem gel-a ber
eða gott þykir, af fúsum og frjálsum vilja, og er það auð'-
vitað æðsta stig hinnar siðferðilegu þróunar, dyggðastigið.
Nú hafa frumstæðar þjóðir oft og einatt verið nefndar
ósiðaðar þjóðir eða siðlausar, og menn jafnvel trúað
því, að þær gælu lifað og látið eins og þær vildu. En þetta er
hinn mesti misskilningur. Að lialda það, að menn á frumstigum
menningarinnar séu frjálsir og fríir, livort heldur er í hugsun
eða háttalagi, er hin mesta fávizka; þeir lúta algerlega siðum
feðra sinna, og er þetta staðfest af fjölda staðrevnda hvaðan-
æva úr heimahögum þessara villiþjóða víðsvegar um heim.
Það má því segja, að þær hafi ákveðið siðafar (mores),
hvort sem það er nú talið gott eða illt, fagurt eða ljótt, og að
einstaklingar þjóða þessara eða kynþátta temji sér ákveðið
siðferði.
Þegar farið er að skrá lög og siðareglur og beint er farið
að bjóða mönnum eða banna ákveðna háttsemi, eins og t. d.
í lögbók Hammúrabis, lögmálsbókum Gvðinga, lögbók Manu’s,
tólf taflna lögum Rómverja o. s. frv., má segja, að menn séu
komnir á ögunarskeið skyldunnar. Er þá einna helzt brýnt
fyrir mönnum, livað þeir megi ekki gera, að viðlagðri hegn-
ingu, ef út af er brugðið, og þeim settar ýmsar siðareglur um
ytri háttsemi. Af þessu leiðir meiri eða minni vtri sið-
v e n d n i og skyldurækni, sem þó ekki þai'f að fela í sér
verulegt siðgæði, sbr. líkinguna um hinar kölkuðu grafir.
En svo færast menn smátt og smátt vfir á stig hins innra sið-
gæðis, einkum eftir að menn í trú og siðum fara að leggja
áherzlu á hreinleika hjartans, hinn góða vilja og dyggðugt
líferni. Enda er þá fyrst farið að brýna fyrir mönnum, hvernig
þeir eigi að iiaga sér hæði í hugsunum, orðum og gjörðum.
Og þá er að því komið, að menn fari að leggja stund á sið-
g æ ð i ð hið innra.
Menn kunna nú að efa, að þessu sé þannig háttað. En til
eru of mörg og of stórfelld söguleg dæmi þessa til þess, að
unnt sé að neita því, og skulu nú tilfærð nokkur þeirra.
4. Siðir og siðferði. Siðir eða siðvenjur (mores, customs)
lítt siðaðra þjóða eru venjur, sem þær hafa tamið sér, og þykj-