Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 10
8
latnesku orðin mores, moralitas og loks þýzku orðin Sitte,
Sittlichkeit vitni um hið nána samband milli siða og sið-
ferðis, að siðirnir tákni bæði upptök og fyrirmæli siðferð-
isins. í frumstæðum þjóðfélögum eru siðirnir því ekki ein-
ungis siðvenjur, er menn verða að iðka, heldur bein fvrir-
mæli um, hvernig mönnum beri að liaga sér. Á hinum óæðri
menningarstigum er siðvenjan harðstjóri, sem bindur menn
járnviðjum, og brjóti nokkur bág við hana, vekur það ekki
einungis almennt hneyksli, heldur og vansæmd þess, sem
brýtur, og honum er hegnt grimmilega eða hann jafnvel tal-
inn vargur í véum.1)
5. Lögmál og siðvendni. Hin skráðu lög fará venjulegast á
eftir liinum óskráðu lögum siðvenjanna og kveða ríkar og
fastar á; enda verða siðareglurnar þar að beinum fyrirmæl-
um, sem mönnum er ætlað að rækja að viðlögðum þungum
refsingum þessa heims eða annars. Yenjulega eru fvrirmæli
þessi í fyrstu neikvæðs eðlis, taka það fram, sem menn megi
alls ekki gera; en svo geta þau og mælt fyrir um, hvernig
menn eigi að haga sér i daglegu lífi, en þó einkum í helgi-
siðahaldi.
Eins og sjá má á Mósebókum Gl. testamentisins var svo
að segja allt lif Gyðinga til forna umvafið fyrirmælum lög-
málsins, boðum og banni viðvíkjandi hversdagslegri brevtni
manna, svo og alls konar fyrirmælum um fórnir, liátíðir og
helgisiði. Menn urðu því að gæta hinnar mestu siðvendni,
ef þeir vildu hlýða öllum fyrirmælum lögmálsins, enda voru
þeir nefndir „réttlátir“, er það gerðu, og i hávegum hafðir.
En hvers vegna líkti Kristur þeim við kalkaðar grafir? Það
var af því, að þeir ræktu siðaboðin bið vtra, en sýndu ekki
i neinu, fremur en presturinn og levítinn, að þeir væru orðnir
betri menn hið innra; og svo voru flest tíu laga hoðorðin
neikvæðs eðlis, mæltu fyrir um, hvað menn mættu ekki
gera, en gátu síður um hitt, hvað menn ættu að gera.
í II. Mósebók, 20, segir svo: „Eg er Jahve, þinn guð, er
leiddi þig út af Egyptalandi. Þú skalt ekki hafa aðra guði en
mig. Þú skalt ekki leggja nafn Jalive, guðs þíns, við hégóma.
Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Heiðra föður
þinn og móður þína. Þú skalt ekki morð fremja. Þú skall
ekki drýgja hór. Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki bera ljúg-
vitni gegn náunga þínum. Þú skalt ekki girnast hús náunga
1) Sbr. Dr. Edward Westcrmarck : The Origin ond Development
of the Moral Ideas, Lond. 1912, 2. útg., I, p. 118 o. s.