Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 15
13
9. Siðvendni og siðgæði. Á undanförnum greinum höfum
vér nú séð, live mikill munur getur verið á ytri siðvendni
og innra siðgæði. Af tíu lagaboðorðum Gyðinga voru átta
neikvæð, en tvö jákvæð, og lögmál þeirra ræddi mestmegnis
um hátíðir þeirra, helgiathafnir og heilhrigðisráðstafanir.
Fræðimenn og farísear þekktu allar þessar lögmálsgreinar
og ástunduðu að fara eftir þeim. Og þeir hræsnisfyllstu þökk-
uðu fvrir, að þeir væru ekki eins og aðrir menn. En svo kom
Kristur til sögunnar. Hann ætlaði sér að vísu ekki að niður-
brjóta lögmálið eða það, sem nýtilegt var í þvi, heldur að upp-
fylla það og fullkomna, með því að blása i það anda hins
iunra siðgæðis og sýna, að menn ætlu að rækja boðorðin af
hug og bjarta, elska guð af öllu hjarta og náungann eins og
sjálfan sig. Menn mættu ekki einu sinni reiðast bróður sín-
um, hvað þá heldur meiða hann eða drepa. Menn ættu að
fy rirgefa eklci sjö sinnum, heldur sjötíu sinnum sjö sinnum.
Menn mættu ekki lita konu annars manns með girndarhug
og ekki heldur ágirnast hús hans, ambátt eða þræl. Menn
ættu ekki að sýnast fvrir mönnum, hvorki í föstum né bæna-
baldi. Og vinstri höndin mætti ekki vita, hvað sú hægri gæfi.
Yfirleitt ættu>menn að ástunda siðgæðið bið innra, það væri
bið eina nauðsvnlega, svo að menn biðu ekki tjón á sálu sinni.
Og svo örvar hann lil sifelldrar framsóknar til nýs og betra
lífs: „Biðjið, og yður mun gefast; leitið, og þér munuð finna;
knýið á, og fvrir yður mun upjílokið verða!“ „En ekki munu
allir þeir, sem við hann segja: Herra, herra! koma í himna-
ríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja föðurins á himnum.“
10. Kenningarnar og kirkjan. Kristindómurinn, sem svo er
nefndur, hefir nú verið boðaður i nærfellt tvo tugi alda.
en hvað hefir áunnizt? Hefir kenning Krists náð að festa ræt-
ur í hugum manna? Nei! En trúin á Krist, dáinn, grafinn og
upprisinn, og á endurlausn hans og friðþægingu fyrir syndir
mannanna befir verið prédikuð í tíma og ótíma, sennilega til
þess oft og einatt, að menn gætu syndgað upp á náðina og
að kirkjan gæti verzlað, eins og hún svo dyggilega liefir gert,
einkum i kaþólskum sið, með náðarmeðul sín. Og ekki hefir
bún verið friðsemjandi í heiminum. Stofnaði hún ekki
til krossferðanna svonefndu? Hóf hún ekki ofsóknir á hend-
ur öðrum mönnum með trúardómstólunum illræmdu? Lét
bún ekki brenna Giordano Bruno og marga aðra fleiri á báli?
Var það ekki í hennar nafni, sem um 20 000 friðsamir Hug-
enottar voru drepnir í Frakklandi á einni nóttu? Og voru