Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 19
XI. Upptök siðadóma og siðferðis-
hugmynda.
1. Upptök siðferðisins. Fjöldi nýrri tíma höfunda hefir haldið
því fram, að „finna niætti hinn sögulega uppruna alls sið-
gæðis í trúnni“ (Pf 1 e i d er er); að jafnvel á fyrstu tímum
niannlegrar sögu „svari trú og siðgæði óhjákvæmilega hvort
til annars“ (Caird); „að öll siðahoð hafi upprunalega haft
á sér snið trúarlegra boðorða“ (W u n d t) og loks, að „í hin-
uni fornu þjóðfélögum liafi allt siðferði verið helgað og brýnt
fyrir mönnum af trúarlegum hvötum og með trúarlegum við-
urlögum“ (Piobertson Smith). En nú hefir Edwanl
Westermarck í liinu stórmerka riti sínu: The Origin aml
Development of the Moral Ideas (Lond. 1908 og 12) athugað
þelta allt svo nákvæmlega, að naumast verður um deilt, og
hann kemst að þeirri niðurstöðu, að iijá frumstæðum þjóð-
um stafi siðferðið fullt eins mikið eða meira frá siðvenjum
þeirra en trú þeirra á guð eða guði og að í hinum æðri trúar-
hrögðum sé Iivergi að sjá náið samband milli trúar og siðgæðis
uenia í hinni fornu Persatrú, Mósebókunum fimm og þá auð-
vitað í kristindómi, og þó sé í öllum þessum trúarbrögðum
að öllum jafnaði lögð meiri áherzla á rétta trú og rétta helgi-
siði en á rétta oggóða breytni; því eigi siðgæðið trúnni sáralílið
uð þakka, einkum þar, sem allri siðferðilegri ábyrgð sé létt af
mönnum ýmist með náðarútvalningu, endurlausn eða fyrir-
gefningu syndanna og menn geti þar því frekar framið glæjii
en gert sig seka um lítilfjörleg helgisiðabrot. Þannig segir
Smollett frá í „Ferðum á Ítalíu“, að það sé talið svívirði-
fegra að fremja hið smávægilegasta helgisiðabrot innan hinn-
ar heil. rómversku kirkju en að brjóta einhverja siðferðilega
skyldu sína; að morðingi og hórkarl geti auðveldlega fengið
fyrirgefningu kirkjunnar og jafnvel lialdið stöðu sinni í þjóð-
félaginu, en maður, sem leggi sér dúfu til munns á laugar-
hegi, sé fvrirlitinn sem lireinasta viðundur og hneykslunar-
3