Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 20
18
hella.1) Og hversu margir eru þeir meðal mótmælenda,
er -biðja fyrir sér lieitt og innilega og fara í kirkju á helg-
um dögum, en lialda, að j>eir geti að ósekju svndgað því meir
hina daga vikunnar? Hvernig á líka annað að vera, þar sem
kennt er, að menn réttlætist einungis fyrir trúna.2)
2. Upptök siðadóma vorra. Eins og sýnt liefir verið fram
á hér á undan (X, 4), er siðvenjan liinn fvrsti siðameistari
vor, því að með henni er mönnum sett fyrir alveg' ósjálfrátt,
Iivernig þeim heri að haga sér, og er almenningsálitinu ætlað
að gæta þessa. Fyrstu siðadómarnir eru líka kveðnir upp
af því eða fulltrúum þess. Velþóknun eða vanþóknun ahnenn-
ings er undirstaðan undir siðadómum manna. Þar sem sið-
venjan ræður ein öllu, eins og' í flestum frumstæðum þjóð-
félögum, virðist lítill eða enginn meiningarmunur um breytni
manna; liún er annaðhvort rétt eða röng, góð eða ill. Því
virðast líka hinir siðrænu dómar manna vera frá upphafi
algildir og gera öllum mönnum jafnt undir höfði. Þetta kann
raunar líka að stafa af þvít að hin ytri hreytni og' afleiðing-
ar hennar eru oft sjálfri sér líkar, þótt aðstöðurnar og ástæð-
urnar fyrir brevtni manna kunni að vera gerólíkar; en að
því hyggja menn ekki fyrst í stað og leggja því alla svipaða
breytni að jöfnu og gera þá ýmist að lofa menn eða lasta
fyrir hana. En af hverju lofa menn þá og lasta? Af þvi að
þeim gerir ýmist að líka eða mislíka. Flestir hversdagsdóm-
ar vorir eru af geðrænum uppruna, stafa af þvi, að oss
líkar eitthvað betur eða verr. Þannig spretta og siðadómar
vorir af velþólcnun vorri eða vanþóknun á hreytni sjálfra
vor eða annarra og lýsa sér þá ýmist í lofi eða lasti, án þess
að vér gerum oss frekari grein fyrir, af hverju eitt sé talið
rétt, en annað rangt, eitt gott og' annað illt. Manni finnst þetta
aðeins, og er þar við látið sitja, að minnsta kosti um sinn.
3. Þróun siðadóma vorra og' siðferðishugðar. En athugull og'
samvizkusamur dómari myndi ekki fara þannig að. Hann
myndi að vísu fyrst athuga hinn ytri verknað og afleiðing-
ar lians og revna að rekja hann til mannsins, sem framdi
liann. En þar næst mundi liann fara að reyna að lcynna sér
allar aðstæður mannsins og gera sér grein fvrir, i hvaða sál-
arástandi hann hefir verið og af hvaða hvötum Iiann hafi
breytt svo sem hann brevtti eða í hvaða tilgangi liann hafi
gert það, sem hann gerði. Loks mundi hann spyrja, hvort
1) Westermarck: Origin, II, bls. 696, 705 og 737.
2) Róm. 3, 22 o. v.
A