Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 23
21
ungis á gjörandanum, heldur og öllum afkomendum hans
(sbr. erfðasyndina). Stundum eru þá viðhafðar friðþæging-
arfórnir, mönnum eða dýrum fórnað til þess að sefa reiði
guðanna. En dauði fórnarlambsins á að fjarlægjá eða afmá
syndina.
Sá, sem friðþægir, er þá fulltrúi alls lýðsins, shr. orðin:
>,Sjá það guðs lamh, er hurt ber heimsins synd!“ Wester-
marck segir, að í hinni vestlægu kirkju hafi fórndauði Krists
lengi verið skilinn svo, að Kristur sem maður tæki út hegn-
ingu fyrir syndir annarra manna, en i liinni austlægu kirkju
hafi það verið skilið svo, að það væri guð, sem þjáðst
hefði fyrir mennina. Austurkirkjan leit á dauða Ivrists sem
lausnargjald til djöfulsins fvrir syndir mannanna, og raunar
tók vesturkirkjan einnig þessa skoðun upp,-þótt liún kæmi
beint í hága við fyrri skoðun hennar. Yfirleitt var þó litið á
fi'iðþæginguna sem lausn undan réttlátri reiði guðs.1)
í friðþægingarkenningunni felst, að saklaus geti þjáðst fyrir
seka, með því að hann sé samþola og því samábyrgur þjóð’
sinni eða söfnuði. En mönnum með óspilltum tilfinningum
hrýs jafnaðarlegast hugur við slíkri hugsun, enda risu þeir
spámennirnir Jeremía og Ezekiel gegn þessari kenningu og
héldu því fram, að hver maður ætti að líða fyrir sínar eigin
misgerðir.2) Á það lika hér við, sem liaft er eftir Búddha:
„Sjálfur geri ég það, sem illt er, og sjálfum her mér að líða
fj’rir það; sjálfur afneita ég því illa, og sjálfur liefi ég' hreins-
nð mig, því hreinn og óhreinn standa og falla með sjálfum
sér; enginn getur hreinsað annan.“3) Enda er það talið bæði
htilmannlegt og siðferðilega ljótt að vilja velta sök sinni yfir
á aðra og þá einkum á saklausa.
Reiðin verður með tíð og tíma að siðferðilegri gremju, sem
hatast við syndina, en ekki svndarann, nema hann sé alger-
lega forhertur. Því kenndi Jesús, og raunar Jóliannes skírari
á undan honum, að einlæg iðrun, sundurkramið og sundur-
marið hjarta, væri eina skilyrðið fyrir fyrirgefningu svnd-
anna. Þegar hinn iðrandi syndari sýnir einlægan vilja á að
hæta ráð sitt, er orsökin til liinnar siðferðilegu gremju horfin,
og maður gleðst þá meir vfir einurti syndugum, sem hefir bætt
ráð sitt, en níutiu og níu réttlátum. Þannig var að minnsta
kosti kenning Jesú sjálfs.
1) Westcrmarck: Origin, I, p. 68.
2) Jerem. 31, 30. Ezekiel 18, 20.
3) Dhammapada XII, 165.