Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 26
24
vikið sé mjög mikið út frá þeim. Auk þess eru tungumálin
í fvrstu mjög ófullkomin, svo að þau eiga aðeins fá orð eða
engin yfir almenn eða sérstæð hugtök, en því fleiri vfir það,
sem hlutrænt er. Þau tala því snemma um vonda og góða
menn, rétta og ranga hreytni, en eiga engin sérstæð eða al-
stæð orð yfir skyldu og' dvggð, þótt mennirnir, sem tala þau,
ræki þegar ýmsar skvldur og dvggðir. F.ins er með lestina;
menn eiga í fyrstu engin almenn orð vfir þá, þótt þeir þegar
drýgi ýmsa lesti cins og morð, rán og þjófnað.
Nú er það vitað, að margar svonefndar villiþjóðir, eins og
Astralnegrar og Eskimóar, eru oft sín í milli siðuðum þjóð-
um fremri að siðgæði, fyrir þá ástúð og umhvggju, er þeir
sýna börnum sínum og' gamahnennum, gestrisni o. fl. Þeir
rækja jafnvel hoð fjallræðunnar sumir hverjir betur en há-
vaði kristinna manna.1) Engu að síður eiga þeir aðeins fá
orð yfir þessar dyggðir sínar. Um Hottentotta er jafnvel sagt,
að þeir séu einliver vingjarnlegasti, gjafmildasti og velvilj-
aðasti þjóðflokkur sin í milli, sem til sé á jörðunni ... Þeir
séu hrifnir af því að geta gert hver öðrum greiða, og ein-
hver mesta nautn þeirra sé að geta skipzt á gjöfum og öðrum
vinahótum. Og svo koma kristnir menn og þykjast geta hælt
um siðferði þeirra og siðgæði. En sannleikurinn er, að þeir
spilla því iðulega, eða eins og Boyle Iiefir komizt að orði:
„Kannið hina nýju sögu, og í norðri og suðri, austri og vestri
er sagan jafnan sú sama, vér kennum frumþjóðunum, vér
siðum þær, spillum þeim og tortímum.“2)
Engu að síður eru siðferðishugmyndir villiþjóða aðeins fáar
og þokukenndar, og því verðum vér að leita til mála menu-
ingarþjóða til þess að greina þær svo vel í sundur, að menn
viti veruleg skil á þeim.
Vér gerum ýmist að lofa menn eða lasta og finnum þeim
iðulega eitthvað lil foráttu, segjum, að breytni þeirra sé „rétt“
eða „röng“, en þeir sjálfir ýmist „góðir“ eða vondir“. Þetta
eru tiðustu umsaguirnar i siðadómum vorum. En það, sem
vér meinum með þessum almennu umsögnum, er sínu sinni
hvað, og stundum mælum vér frekar af tilfinningu en viti.
„Góður" þýðir ekki einungis, að eitthvað sé vel nothæft, eins
og t. d. góður hnífur; lieldur þýðir og „góður" sama og vel-
viljaður eða reiðubúinn lil þess að breyta vel við alla. „Góð-
ur“ getur þýtt góður matur, gott hús og góður maður, en að-
1) Sbr. Origin, I, XXIII. kap. bls. 541 o. s., og sania rit XXIV. kap.
2) Saina rit. vol. I, bls. 548—9.