Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 27
25
imiis i síðasta fallinu cr það siðræns eðlis og á þá einungis
við manngildi mannsins eða manngæði.
Nú blanda menn stundum saman góðri og vondri, réttri og
rangri breytni, þótt góður og vondur, réttur og rangur sé sitt
bvað. Rétt og rangt eru gagnstæður, er loka hver aðra úti
eins og já og nei; en það, sem kallað er gott og vont, eru and-
stæður og geta því vel farið saman, enda ýmiss konar stig-
munur og blæbrigði á góðu og vondu. Breytni mín er ann-
aðbvort rétt eða röng, eftir því, hvort ég fylgi settum reglum
og fyrirmælum, eða ekki; en sama breytni getur verið mis-
jafnlega góð eða vond eftir þvi, af bvaða hvötum ég hefi
breytt og hverjar afleiðingarnar verða. Menn geta sagt, að
þeir iiafi brevtt rétl eða rangt eftir því, hvort þeir álíta, að þeir
hafi gert það, sem skvldan bauð, eða ekki. En þeir geta tæp-
ast sagt um sjálfa sig, að þeir séu góðir. Jafnvel hinir beztu
vilja ekki láta kalla sig góða, sbr. orð Krists: „Hví kallar þú
mig góðan? —- enginn er góður nema einn, það er Guð.“
7. Skylda og dyggð. Lengi hefir menn greint á um, hver mun-
ur væri á skvldu og dyggð, og þó er munurinn nokkuð auð-
sær. Skvlda er það, sem manni er talið skylt að gera, en gerir
þó með meiri eða minni innri mótþróa andstæðra hvata eða
ljúfra freistinga og því þarf nokkra áreynslu eða viljafestu
til að framkvæma liana og standa á móti því, sem illt er. En
dyggð er góður vani, er vér rækjum af nokkurn veginn fús-
um og frjálsum vilja, án innri andstöðu. Því var það skoðun
Aristótelesar, að dyggðin væri ekki fullkomin, fyrr en mað-
urinn drýgði liana ótilneyddur. Aðrir halda því aftur á móti
fram, að dyggðin tákni einmitt einnig sigur vfir innri mót-
þróa andstæðra hvata og jafnvcl viðleitni manns lil þess að
sigrast á þeim. Kant leit á dyggðina sem hina sigursælu bar-
áttu siðrænna tilhneiginga. En ég get ekki séð, að dvggðin
geri ráð fyrir baráttu, né lieldur að hún verði minni fyrir
það, þótt lítil eða engin barátta fari á undan. Skyldan tákn-
ar baráttu, og meðan maðurinn er að venja sig á dyggðina,
er hann á ögunarskeiði skyldunnár; en dyggðin er lokastigið,
þegar baráttan er um garð gengin og maðurinn breytir svo,
sem vera ber, af fúsum og frjálsum vilja. Því er dyggðin
skyldunni æðri og táknar hámark siðgæðisins í því, seín hún
nær til. Að berjast gegn andstæðum hvötum eða ljúfum freist-
ingum er dyggð fvrir sig, er nefnist iiófstilling eða sjálfsagi.
Ég get með sjálfsaga og viljafestu barizt gegn boldlegum á-
stríðum, en það er allt annað en dyggðin skírhfi, sem þó
4