Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 32
XII. Vegurinn til siðinenningar
og siðgæðis.
1. Verðmæti mannlegs lífs. Menn gleyma því alltof oft, að líf-
ið eins og livað annað hefir sín lögmál og þau láta venjuleg-
ast ekki að sér liæða. Menn glevma því og, að vilji menn ná
ákveðnum markmiðum, verða menn og að beita viðeigandi
tækjum. Menn lifa vfirleitt lifinu ákaflega hugsunarlaust og
helzt á vanans vísu, með því lagi, sem þeir liafa vanizt og
alizt upp við, og segja eins og karlinn, sem átti að taka þátt í
girðingarkostnaði á uppblástrarsvæði einu: „Ekki get ég verið
að því! Þetta endist um mína daga!“ En svo fór, að land lians
blés upp og hann varð að ganga af jörð sinni. Hætt er við,
að svipað eigi sér stað liið innra hjá mörgum manningum, er
lifir í andvara- og ábyrgðarleysi, að þeir blási upp iiið innra og
viti ekki fvrr til en þeir liafi gjöreytt lífi sínu og það sé að engu
orðið. Aldrei líða mér úr minni sálarkvalir ágæts ungs manns,
sem var að því kominn að deyja úr tæringu. Hann kveið ekki
svo nijög fvrir því að devja; en það, sem kvaldi hann mest,
var, að honum fannst, að hann liefði eytt lifi sinu til ónýtis, og
var hann þó bæði orðinn stúdent og liafði númið trésmiðaiðn
á unglingsárunum. Og hvað segir ekki Pétur Gautur að leiks-
lokum:
Hverfur ])á sálin svo hróplega snauð
heim, inn i myrkrin köld og auð?
Inndæla jörð, ]>ú mátt ekki reiðast;
til einskis hefi ég traðkað hín blóm.
Guðlega sól, þú lézt geislana eyðast
gagnslaust á húsin min, ]>au voru tóm.
Þar vantaði hita og hjartalag;
húshóndinn sást har aldrei neinn dag . ..
2. Saga lífsins: jafnvægi, framför eða afturför. Allir kannast
við þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrimssonar:
Það er svo hágt að standa i stað, og mönnunum munar
annaðhvort aftur á hak ellegar nokkuð á leið.