Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 39
37
III. Trúardyggðir :
7. Sú eða þær dyggðir, er af trúnnijtrú, trúnaðar-
spretta ......................|traust.
8. Sú dvggð, er lýsir sér i von .... von, þolgæði.
9. Sú dvggð, er leiðir af mannkærleika J * ° ' ” ^ s * ’
(m í s k u n n s e m í.
Skoði menn nú huga sinn um dyggðir þessar, einkum þær
sex fyrr töldu, munu þeir brátt komast að raun uni, að þær
eru jafn-æskilegar og nauðsynlegar einkalifi manna og fé-
lagslífi. En um trúardyggðirnar er það að segja, að þær eru
ekki rétt nefndar, eins og síðar skal sýnt, heldur leiðir aðrar
dyggðir, og stundum líka ódyggðir af því, er menn nefna trú,
von og kærleika, þótt auðvitað kærleikurinn sé þeirra lang-
göfugastur. En rétl er nú að athuga hvern flokkinn fvrir sig
nokkru nánar.
9. Einkadyggðir. Dyggðir ern einalt þær viljaeigindir nefnd-
ar, er lýsa sér í fari manna og breytni. Það er því ekki rétt að
nefna það dyggð, er aðeins kemur fram í skoðunum manna og
tilfinningum. Til einkadyggða lievrir það nú, er aðallega hefir
áhrif á sálarlif og breytni mannsins sjálfs, án tillits til ann-
arra, og er svonefnd hófstilling þeirra nauðsvnlegust.
Það er hverjum manni nauðsjmlegt, ef hann vill ná nokkrum
siðferðilegum þroska og ekki verða að hreinum og beinum
mannræfli eða ástríðumanni, sem líðast er háður fýsnum
sínum og girndum, að læra það þegar á unga aldri að stilla
fýsnum sínum og girndum í hóf, og ekki einungis það, heldur
og að læra að liafa hemil á tilfinningum sínum, stilla skap
sitt svo, að það hlaupi ekki í gönur með hann og fái hann
til að aðhafast eitthvað það, er hann kann að iðrast eftir
alla tíð síðan. Hófstillingunni, sem er annað og meira en hóf-
semi, er yfirleitt ætlað að koma á samræmi og skipulagi i
sálarlífi voru, svo að allt fari þar ekki á ringulreið, og menn
hlýði frekar samvizku sinni og siðaviti en æstum tilfinning-
um og áköfum tilhneigingum.
Þá er ekki minna um það vert, að menn hafi ekki einungis
hemil á hræðslugirni sinni, heldur og hug og áræði til þess,
sem talið er rétt og gott, en sú dvggð nefnist siðferðileg
hugprýði, og er hún ekki siður nauðsvnleg til siðferði-
legs þroska. Þó að ménn viti, hvað rétt er og gott, þá
er ekki nærri alltaf, að þeir hrevti eftir því, sbr. orð postul-
ans: „hið góða, sem ég vil gjöra, það gjöri ég ekki; en hið