Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 40
38
illa, sem ég vil ekki gjöra, það gjöri ég“. Nú var siðavitið,
eða það, sem menn áður nefndu speki, talið til dyggða, en
þar sem það þarf ekki að liafa áhrif á brevtni manna nema
því aðeins, að það gagntaki viljann, er hinn góði vilji
settur í þess stað, og því er það talin þriðja einkadyggð
mannsins, að hann fylgi því fram af samvizkusemi og af ein-
lægum góðum vilja, sem hann er orðinn sannfærður um að
sé satt, rétt og gott. Mun síðar revnt að sýna fram á, að sig-
ferðileg hugprýði og góður vilji eru liinar eiginlegu afltaugar
siðgæðisins.
10. Félagsdvggðir. Þær eru ekki síður nauðsynlegar félags-
lífi manna en einkadyggðirnar einkalífi þeirra. Þar ber fvrst
að telja samvizkusemi manns og ráðvendni í hugsunum,
orðum og' gjörðum. Felur hún í sér svonefndar samlífsdyggð-
svo sem hreinskilni, sannsögli, orðheldni og skilvísi, skvldu-
rækni og vandvirkni í hvívetna. En af þessu á að spretta hið
gagnkvæma traust manna í milli, sem félagslifi þeirra er svo
nauðsvnlegt, ef það á að haldast lieilhrigt og ná heillavænleg-
um þroska. Önnur aðaldyggð félagslífsins er réttlætið, en
réttlætistilfinningin er sprottin af virðingunni fvrir mann-
réttindum anuarra. Þau eru fólgin í örvggi á lífi og limum,
mannhelgi, aðhlynningu á harnsaldri og .sómasamlegu upp-
eldi; rétti til atvinnurekstrar, fjárhagslegu öryggi og nú upp
- á síðkastið í alls konar tryggingum, sjúkrahjálp, slvsa-, ör-
orku- og ellitryggingum. Þá er siaukin góðvild manna og
þjóða til eflingar friðsamlegum viðskiptum ekki síður nauð-
svnleg, og sést það bezt á núverandi stvrjaldarástandi, liversu
liáskalegt það er, þegar hún fær ekki notið sín og engu er eirt,
en öllu tortímt, lifandi og dauðu.
11. Trúarlegar dvggðir. Um hinar trúarlegu dvggðir getur
veraldleg siðfræði ekki farið mörgum orðum, þar eð hún tel-
ur þær að mestu fvrir utan sitt sjónarmið. Þó mætti ef til
vill benda á, að af hinum þrem trúardyggðum, sem venju-
legast hafa verið nefndar svo, trú, von og kærleika, getur kær-
leikurinn einn talizt til dyggða, að svo miklu levti sem hann
lýsir sér i verki. Trú og von lýsa aðeins hugarfari manns og
tilfinningum. Og er trúin lýsir sér i trúarofstæki, getur hún
leitt til ýmiss konar ódyggða, svo sem ofsókna, grimmdar
og kærleiksleysis. Hinu skal þó ekki neitað, að trúin getur
líka örvað til góðra verka og vonin getur einatt gert menn
öruggari í lífsbaráttu sinni. En hví þá ekki að nefna þetta
réttii nafni, nefna örvggi það, er af trúarsannfæringunni leiðir,
j