Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 41
39
trúnaðartraust, og dyggð þá, er af vongæðunum leiðir,
þolgæði, og segja loks, að kærleikurinn verði því aðeins að
dvggð, að hann lýsi sér i fórnfýsi og k æ r 1 e i k s r i k r i
hrevtni. En þá ættu trúardvggðirnar að réttu lagi að heita
t r ú n a ð a r t r a u s t, þ o 1 g æ ð i og ni i s k u n n s e m i.
12. Hvers vegna nauðsynlegar? En liví ern nú dyggðir þessar
ínanninum sjálfum og mannlífinu svo nauðsynlegar? Lítum
fvrst á einkadvggðirnar, hófstillingu, liugprýði og góðan vilja.
Með hófstillingunni sigrast maðurinn fyrst og fremst á græðgi
sinni og óliófi í öllum greinum og reynir jafnframt að afla
sér þess innra samræmis, sem er svo nauðsvnlegt til þess,
að hann geti stefnt einbeittlega og einhuga að því marki, er
hann kann að setja sér í lifi sínu. En með húgprýðinni aflar
hann sér í annan stað þess áræðis og þeirrar skapfestu, sem
honum eru nauðsvnleg til þess að ná settu marki. Og loks
er hinn góði vilji í því fólginn að framfylgja ekki öðrn en
því, er maðurinn telur satt, rétt og gott. En allt miðar þetta
að því að skapa þróttmikla og góða siðfefðilega
skapgerð hjá hverjum einstökum.
En er til samlífs manna og félagslifs kemur, þá verður þetta
allt miklu flóknara og vandameira, því að einum sýnist þetta
og öðrum liitt. Eitt ættu menn þó að geta komið sér sainan
um, og það er það, að ætli menn að lifa hollu og góðu félags-
lífi, verða þeir að geta trúað og treyst hver öðrum.
Því ætti hvers konar sviksemi að vera útilokuð. í annan stað
verða menn að rækja nokkurn veginn sömu siði og
háttalag, svo að þeir geli vitað, hvers þeir megi vænta
hver af öðrum. En mest er þó um það vert, að þeir ræki hver
úm sig hinar þrjár liöfuðdyggðir félagslífsins, ráðvendni,
i’éttlæti og góðvild, og að þeir hafi það jafnan hug-
fast, að þeir eru ekki einungis að vinna fyrir sjálfa sig, held-
úr og fvrir alla félagsheildina. Þá og þá fyrst er von um, að
únnt sé að nálgast það siðferðilega samræmi i allri
hreytni manna, sem er og verður hin æðsta hugsjón -siðfræð-
innar. Þetta siðferðilega samræmi verður þó jafnframt að
lýsa sér í einbeittri framsókn til öruggara, æðra og
betra lífs, ekki einungis fvrir hvern einstakan, heldur og
fyrir alla félagsheildina og mannlífið yfirleitt. En erum vér
bá nú á réttri leið? Eru verðmæti þau, er vér nú sælumsl
helzt eftir i menningarlifi voru, þess eðlis, að þau geti skap-
að nokkurt siðferðilegt samræmi?
13. Siðun, siðvendni og siðgæði. Óefað erum vér með siðun