Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 44
42
skvldi, innbyrðis ófriðar, stríðs og blóðsútliellinga, i stað frið-
samlegra samskipta.
Aldrei hefir verið grafið sæmilega fyrir rætur þessara
tveggja heimsstvrjalda, sem nú hafa geisað með svo stuttu
millibili, né fvrir verstu þjóðfélagsmeinin, sem flest nútíðar-
þjóðfélög liafa verið haldin af. En mundi það ekki auka
nokkuð skilning manna á þessu, ;ef menn hugleiða, hvaða
kenningar létu mest lil sín taka á síðari hluta 19. aldar, þess-
ari frroar- og mannúðaröld, sem naumast hefir átt sinn líka?
Fyrst var það Darwinskenningin um „baráttuna fvrir lífinu“
í sjálfri náttúrunni; þá kenningar Marx og Engels um stétta-
baráttuna innnan þjóðfélaganna og hina óhjákvæmilegu auð-
valdsbvltingu, og loks var það kenning Nietzsche’s um ofur-
mennið, liið ljósliærða villidýr, er vildi fórna öllu sjúku og'
veilu fvrir æðri og' þróttmeiri menningu. Sáð var drekatönn-
um og upp skorinn heimsófriður! Og nú súpum vi'ð öll seyðið
af þessum kenningum, sem eru aðeins að liálfu leyti réttar,
en að miklu leyti rangar. Satt er það að vísu, að striðið og'
baráttan fá bæði menn og mállevsingja til þess að leggja
sig fram til hins ýtrasta og að þetta getur valdið nokkurri
úrvalningu, en þar með er ekki sagl, að hið hæfasta og' bezta
lifi og haldi velli. Og hitt glevmdist úr Darwinskunni, að til
er mikil samhjálp og samstarf í náttúrunni, og að þær teg-
undir dýra bjargasl oft bezt og hafa jafnvel brotizt áfram til
æðra og fullkonmara lífs, sem beitt hafa samhjálpinni hvað
mest, svo sem skordýr ýmiss konar, maurar og býflugur, en
af spendýrum þau, sem lifað hafa hjarðlífi eða borið hvað
mesta umhvggju fvrir afkvæmum sínum. Það mun og rétt
hjá Marx, að hinn mikli iðnrekstur eftir tilkomu gufuvélar-
innar og' stóriðnaðarins hafi valdið bæði auðsöfnun og ör-
hirgð. En þá má ekki síður minna á mátt samtakanna, er risið
hefir gegn þessu arðráni og bætt svo vinnuskilyrði og laun
hinna vinnandi stétta, að vel mætti við una og jafnvel gera enn
betur, ef ekki væri alið á sífelldri úlfúð og stéttarig og jafn-
vel ýlt undir bæði vinnusvik og hermdarverk sem síðustu og
verstu úrræðin. En svo kom siðast sú kenning, er valdið hefir
alheimshölinu, kenningin um ofurmennið, Aríann, hið ljós-
hærða villidýr. Hitlersæskan mun nú fara að njóta uppsker-
unnar af þeirri kenningu i úlfúð herteknu landanna eftir
stríð, er þau lokast eins og járnhringur utan um Þýzkaland og'
þýzku þjóðina að þessu stríði loknu, en stríðið þar að auki
liefir kostað blóðfórn milljóna af hlóma þjóðarinnar og landið