Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 52
50
í því fólgin að aga svo hinar óæðri hvatir og liafa slíkt taum-
hald á þeim, að þær skipi sér undir það, sem æðra er, og þá
helzt undir einhverja siöferðilega hugsjón.1)
Hvergi gætir þó liófstillingarinnar meir en í siðspeki
Aristótelesar, einhvers mesta siðspekings allra tima. Má
segja, að hún gagnsýri alla siðspeki lians. Er það skoðun
hans, að allar mannlegar dyggðir séu eins konar hil heggja
milli tveggja lasta, sem þá annaðlivort séu of eða van ; en
dyggðin sé hið rétta meðalhóf og þó jafnframt hið bezta, sem
unnt sé að ná af þvi tag'i. Þannig sé liófstillingin sjálf bil ,
beggja milli ofnautnar og algerrar sjálfsafneitunar; hug-
prýðin bil beggja milli ofdirfsku og ragmennsku; réttlætið
bil heggja milli yfirgangs og undirlægjuliáttar; höfðingslund
bil heggja milli sóunarsemi og nirfilsliáttar o. s. frv. Flestir
hafa þó allt til þessa misskilið eða vanskilið orð Aristótel-
esar hér að lútandi. Þeir tóku eftir orðinu meðalhóf (mesótes),
en sást jafnaðarlegast yfir viðbótina: „en með tilliti til hins
góða og bezta liið æðsta af þvi tagi“. (Eth. Nic., II. 6, 11—12 1.).
Fá menn naumast skilið, livað í
þessum orðum felst, nema þeir búi
sér til ofurlitla táknmynd af þessu.
Lestirnir eða það, sem táknað er
með of og van, eru yzt til beggja
handa á láréttu línunni og meðal-
liófið í miðið; en svo rís liin sið-
ferðilega viðleitni upp yfir það,
upp til hins „góða og bezta“ af því tagi og verður að dyggð.
Þetta sýnir, að Aristóteles liefir ekki látið sér nægja að nefna
hið marglofaða meðalhóf, sem svo oft að maklegleikum liefir
verið dregið dár að, af því að það skartar oft aðeins á yfir-
borðinu, dyggð, heldur aðeins hina siðferðilegu viðleitni, er
rís upp af því til hins æðsta (akrotes) og' hezta af því tagi;
það kallar hann dvggð, það kallar hann siðgæði, hvort sem
um hófstillingu í eiginlegri merkingu eða aðrar dyggðir er
að ræða.
Þótt nú Aristóteles lýsi siðgæði manna yfirleitt þannig, að
það sé viljinn og viðleitnin til hins æðsta og hezta á liverju
sviði, nær hin eiginlega hófstilling hjá honum ekki öllu lengra
en til þess að forðast óhóf í mat og drykk og livers konar
holdlegum nautnum. Hinar öfgarnar, álgera sjálfsafneitun,
Dyggð
Meöalhóf
1. mynd.
Van
1) The Republic of Platon, Macmillan & Co., Lond. 1927, IV. p. 430—35.