Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 53
51
getur hann, grískur maðurinn, naumast liugsað sér, livað þá
heldur meinlætingar. Segir hann, að ekkert orð sé til yfir
slíkt i grísku máli, enda sé sá, sem ekki geti notið, fjarri því
að vera mennskur maður. Menn verði aðeins að fara hóf-
lega í nautnirnar og gæta þess, að þær verði ekki að ofjörlum
nianns; krefjast ekki meir en þess, er sæmilegt sé, og ekki
á öðrum tímum en við eigi, né lieldur neins þess, sem óleyfi-
legt sé. Sá, sem krefst annars og meira en þessa, elskar liolds-
fýsnirnar meira en vert er. En hinn, sem hefir stjórn á sjálf-
um sér, fer ekki lengra en skvnsemi hans leyfir.1)
4. Aðrar tegundir hófstillingar. Af þeirri lýsingu, sem Aristó-
teles annars gefur af dyggðunum, hefði mátt ætla, að hann
léti hófstillinguna ná miklu lengra, til alls þess í sálarlífi
nianns, sem annaðhvort gæti orðið of eða van, til skapsmuna
vorra og geðshræringa, til annarra hvata vorra, til svonefndra
andlegra nautna og raunar alls þess, er farið getur úr hófi
fram. En svo er ekki. Hófstilling í viðari merkingu hefði þá
niátt tákna alla þá viðleitni, þar sem menn re}rna að gæta
liófs og varðveita sálarlegt jafnvægi á livaða sviði sem er.
Þannig iiefði mátt taka það fram sérstaklega, að oss bæri að
liafa hemil á bæði hræðslugirni vorri og reiðigirni og vfir-
leitt öllum æstum tilfinningum, með því að þær geta orðið
oss til liins mesta óláns og skapraunar eftir á og gert oss ýmist
að hugbleyðum eða ofstopamönnum. Eins ber oss að hafa
gát á öðrum livötum vorum, einkum þeim, er nálgast of-
nautn eða ofurkapp. Áfergja, græðgi, metnaður, kapp, ofur-
kapp og ofmetnaður (hybris) leiðir til öfga og því til falls og
foráttu. Þá væri ekki minna vert að vara menn við andlegu
veiðuleysi, er lýsir sér í listaringli, hugarvingli og alls konar
trúarfirrum, er svo mjög einkenna lítt menntaða menn. Rétt
skilið er hófstilling sú viðleitni, sem forðast allar öfgar og vit-
leysu, hverju nafni sem nefnist, en samstillir sálaröfl vor til
þess að þjóna einhverju æðra og fjarlægara markmiði en því,
er kann að grípa mann í þann og þann svipinn, og þá helzt
einhverri lífshugsjón, er maðurinn hefir látið hrífast af og
vill koma í framkvæmd með lífi sínu og starfi. Má segja, að
vér með hófstilling vorri séum að reyna að skipuleggja skap-
gerð vora, trvggja hana og festa, svo að ekkert sé þar stjórn-
laust eða á ringulreið, heldur í sæmilegum skorðum: að vér
rueð henni og hinni siðferðilegu þjálfun vorri eða sjálfsaga
1) Ethica Nicomachica, III, 14.