Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 54
52
séum að reyna að verða að stjórnendum tilfinninga vorra og
tillmeiginga og beina þeim inn á þær brautir, er liggja að ein-
liverju æðra marki. Hún er því að vissu leyti undirstaða allra
annarra dygg'ða. En í hverju er þá hin siðferðilega þjálfun
fólgin?
5. Sjálfsaginn og vaninn. Sé liin líkamlega þjálfun i því fólgin
að þjálfa likamann og samhæfa sem bezt starf allra lima
vorra og' líkamsparta, þá ætti hin siðferðilega þjálfun, sjálfs-
aginn, að vera i því fólginn: 1., að stilla öllum tilfinningum
vorum og tilhneigingum í hóf, 2., að samhæfa sem bezt alla
sálarkrafta vora og 3., einbeita þeim síðan að einhverju því
markmiði, er vér liöfum sett oss með lífi voru og starfi. Hið
fyrstnefnda revnist oft einna örðugast, en tvennt hið síðar-
nefnda næst oft með þvi, að menn verði gagnteknir af
einhverju þvi, er þeir vilji fórna sér fyrir. Mannlegur þroski
vfirleitt ætti þá á annan bóginn að vera fólginn i því, sem
Jónas Hallgrímsson nefndi a 1 e f 1 i n g s á 1 a r o g' 1 í lc a m a ,
en á hinn bóginn í þeirri einbeiting viljans, er rær öllum ár-
um að einhverju settu marki.
En bæði er nú það, að mannsbarnið er reikandi ráðs fram
eftir öllum aldri og veit ekki, í livaða átt það á helzt að
stefna, og eins hitt, að þótt menn hafi sett sér eitthvert
markmið, hvarfla þeir iðulega frá þvi aftur. Hitt er þó enn
tíðara, að ein tilfinningin rísi gegn annarri og að ein hvötin
berjist við aðra; verði þá önnur vfirsterkari, fer hún sínu
fram. hvað sem hver segir. Hvernig eigum vér þá að fara með
þessar hvatir vorar og tilfinningar? Eigum vér að bæla þær
og brjóta þær á bak aftur? Eða eigum vér að reyna að hafa
hemil á þeim og stefna þeirn til æðri markmiða? — Þetta er
aldagamalt viðfangsefni, er menn hafa verið að stríða við
án þess að finna nokkra endanlega úrlausn. Nú þykir
mönnum þó öllu ráðlegra að reyna að hafa hemil á þessum
sálaröflum sinum og stefna þeim til æðri markmiða en að
bæla þau og brjóta þau á bak aftur.
Þess var getið í köflunum um uppeldið (VI. og VII. kafla),
að skapbrestir eins og hræðslugirni og reiðigirni gætu með
tíð og tíma orðið að skaplöstum; og að hvatir, sem menn
bældu með sér eða legðu launung á, gætu auðveldlega orðið
að veilum i skapgerð manns, ef eklci hreinni og beinni sefa-
sýki. Við skapbrestunum er nú ekki annað ráð vænna en að
þjálfa sig til þess að hafa einhvern liemil á þeim. Hræðslu-
gjarn maður ætti að reyna að temja sér að horfast í augu