Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 58
56
nógu sterkur til þess að sigrast á hinum holdgróna, syndum
spillta vilja.1) Og þó sigraðist hann á lionum einmitt fyrir
trúna, sem hann fvlltist, er hann heyrði barnsröddina, er
sagði: Tak og les, tak og les! og fletti upp í Pálsbréfunum og
datt niður á þessi orð: — „ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í
ólifnaði né saurlífi, ekki í þrætu né öfund, heldur íldæðizt
drottni Jesú Kristi og alið ekki önn fyrir lioldinu, svo að það
verði til þess að æsa girndir“. — Hann hugði þetta vera guð-
lega hjálp og bendingu til sín, svo að hann tók algerðum
sinnaskiptum. En upp frá því skipaði hinn góði vilji öndvegið
í sálu hans.
Immanuel Ivant er svipaðrar skoðunar, þar sem hann
segir, að ekkert sé gott nema hinn góði vilji.2). En hvað er
þá hinn góði vilji? Hann er einmitt í því fólginn að hirða
sem minnst um hvatir sínar og tilhneigingar og það, sem geti
orðið sjálfum manni til þæginda eða nautna, en fvlgja annað-
hvort boðum skynseminnar um það, hvað sé rétt og gott, eða
einhverju því leiðarljósi, er maður hefir komið auga á. Og
þetta getur ýmist orðið fyrir snögg sinnaskipti eða fyrir eðli-
lega, liægfara þróun.
10. Sinnaskipti eða hægfara þróun. W i 11 i a m J a m e s hefir
i riti sínu Varieties af Religious Experience bent á hinn mikla
mismun á þeim mönnum, er hann nefnir einborna menn og
tvíborna. Einborna nefnir hann þá menn, er ná þeim þroska,
sem þeir geta náð í lífinu, smámsaman og fvrir eðlilega þró-
un; en tvíborna þá, sem líkt og Páll postuli og Augustinus
taka gagngerðum sinnaskiptum einlivern tíma á ævinni, fæð-
ast þá eins og af nýju og verða nýir og betri menn. Það er þá
eins og sálarlíf þeirra steypi stömpum, svo að það, sem áður
bjó undir niðri, verði nú efst á baugi og ríki úr því yfir öllu
öðru í fari þeirra, en um leið liafa þeir fundið köllun sína og
öðlazt frið og einingu í sál sína. En, því miður, geta lika sinna-
skiptin orðið á hina hliðina, frá því betra til liins verra, og
er þá sagt, að maðurinn sé kominn á veg glötunarinnar og
að honum sé naumast við bjargandi úr því, enda leysist þá
sálarlíf hans smámsaman í sundur annaðhvort i þrældóms-
viðjum einhverrar megnrar ástríðu eða fvrir það, að mann-
inn rekur eins og stjórnlaust flak úr einu í annað. En svo
eru allir liinir, og þeir eru langflestir, sem lifa einhverja
þróun sálarlifs sins frá bernsku til fullorðins ára, hvort sem
1) G o n f c s s i o n c s A u g u s t i n i, VIII, 5 og 12,
2) Siðfræði, bls. 135,