Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 69
67
Ekki þarf að lýsa því, liverju metnaður í sambandi við
valdafíkn og drottnunargirni fær til leiðar komið í stjórn-
málalífi nútímans milli einstaklinga, stétta og flokka. Sú ref-
skák er alltof kunn og raunar alltof flókin til þess, að hægt
sé að lýsa henni nánar. En hitt vita menn, hvílíkur ofstopi
og ójöfnuður sprettur upp af þessum ljóta leik einstakra
uianna og hversu oft flokkum og stéttum er sigað hverri á
aðra, og hve mjög þetta spillir oft lýðræðinu og gerir það
óættulegt í óvandaðra manna höndum, því að eins og kunnugt
er, má bæði æsa upp og gahha heilar stéttir og siga þeim
hverri á aðra, og eins má ala svo á úlfúðinni i landinu, að
liggi við innanlandsófriði. En það vitum vér frá fornu fari,
að slíti menn í sundur lögin, þá slíta menn og í sundur frið-
inn í landinu, og því ættu menn í lengstu lög að reyna að
sjá við ofstopamönnum og ójafnaðar í stjórnmálunum og
stilla að minnsta kosti svo til, að þeir séu ekki liafðir á odd-
inum.
10. Yfirdrepsskapur og sviksemi. Mannlegt samlíf er svo
margþætt og breytilegt, að það verður ekki skýrt með einni
eða tveim tilfinningum né starfsháttum þeirra. En sé það svo,
að öll heilbrigð samskipti manna í milli hvíli á gagnkvæmu
trausti, þá má á hinn bóginn fullyrða, að menn heiti alltof
oft yfirdrepsskap og sviksemi í samskiptum sínum við aðra,
°g er það öllu félagslífi hið mesta mein.
Menn láta sig ekki gjarna uppi, ef þeir halda, að það horgi
sig ekki eða mælist illa fyrir, og láta þá ef til vill allt annað
i veðri vaka. En þetta leiðir til óhreinskilni og oft og einatt
til beinnar sviksemi í viðslciptum. Þá er mönnum ekki lengur
treystandi og allt fer á ringulreið. Þetta er eitthvert hið versta
átumein hvers þjóðfélags, ef það gripur um sig. Það kemur
einna skýrast í ljós, þá er menn vísvitandi og af ásettu ráði
heita sviksemi og prettum í viðskiptum sínum við aðra og
því betur sem þau eru stórfelldari, eins og svo margir fjár-
Plógsmenn hafa sýnt bæði fvrr og síðar. Til þess að afla sér
tiltrúar varpa menn þessir oft í fyrstu yfir sig skikkju at-
hafnasemi og áreiðanleiks og láta að sér kveða á marga lund
01 þess að afla sér álits samborgara sinna. En svo fara þeir
að svíkja og reka spákaupmennsku, fvrst í smáum og síðan
í æ stærri stíl. Þeir stofna til stórfyrirtækja í hlutafélags-
formi og ginna menn til samlags við sig með glæsilegum
hagnaðarvonum. Allt virðist ganga vel um stund og jafnvel
árum saman. En einn góðan veðurdag kemst upp um svikin