Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 70
68
og allt hrynur í rúst. Fjöldi manns missir allar eigur sínar
og verður til í rústunum, en aðrir sleppa þaðan slyppir og
snauðir. Svo fór t. d. með Kriiger hinn sænska og öll þau fvrir-
tæki, er hann stjórnaði. Hann var um eitt skeið talinn ein-
hver liinn mesti iðjuhöldur Svía og afhurðamaður, en sú
svikagylling fór fljótt af honum, er allt komst upp. Og svo
hefir farið um ótal fjárglæframenn aðra og fyrirtæki þeirra
í ýnisum löndum. Þetta eru liinir eiginlegu stigamenn þjóð-
félagsins, svikagreifar alls mannlegs félagsskapar. Þá skortir
ekki áræðið, heldur samvizkusemina og hina siðferðilegu hug-
prýði. En svo eru aftur aðrir, er verða til hinna mestu þjóð-
þrifa, af því að þeir eru gætnir menn og þó stórliuga og verða
því máttarstoðir mannlegs félagsskapar, þótt þeir á hinn
bóginn verði engar siðferðilegar fyrirmyndir.
11. Atorka og forsjálni — athafnamenn. Áræði, sem orðið er
að vana, verður að atorku, og sé liún tengd forsjálni og
fyrirhyggju, geta þeir menn, sem þeim kostum eru húnir,
ekki einungis orðið miklir athafnamenn, heldur og til
hinna mestu þjóðþrifa, að svo miklu leyti sem þeim lán-
ast að koma þjóðnýtum fyrirtækjum á stofn. Þar mætti nefna
sem dæmi Danann C. F. Tietgen. Hann stofnaði um sína
daga flest það, er til þjóðþrifa horfði í Danmörku og virtist
hvorttveggja í senn hæði víðsýnn og forsjáll, og ekki skorti
liann áræðið. Hann stofnaði Prívatbankann i Ivaupmanna-
höfn, sem nú er orðinn einhver öflugasta peningastofnun
Dana. Hann gekkst fyrir stofnun Sameinaða gufuskipafélags-
ins, er átt hefir skip i förum um öll heimsins höf. Hann stofn-
aði Stóra norræna ritsímafélagið, er lagði ritsíma um Rúss-
land og Síberíu alla leið lil Kína og Japans. Hann gekkst fvrir
stofnun skipasmíðastöðvarinnar Burmeister & Wain, stofnun
Dönsku svkurgerðarinnar, Hinna sameinuðu ölgerða, Tal-
simafélags og Sporvagnafélags Kaupmannahafnar o. fl. Öll
hafa fyrirtæki þessi eða flest borið sig og staðið með mikl-
um hlóma, skapað nýja atvinnuvegi og veitt fjölda manns at-
vinnu, auk þess sem þau liafa eflt Danmörku bæði að auði
og áliti. Til marks um atorku hans sjálfs er það, að hann
lauk við smíði marmarakirkjunnar, er bvrjað liafði verið á
fvrir hálfri annarri öld, á tæpum tveim tugum ára. Hjá oss
mætti nefna menn, sem iiafa staðið framarlega í flokki á
sviði sjávarútvegs og landhúnaðar, stofnendur Eimskipa-
félags íslands og ýmsa aðra, er nú siðasta mannsaldur-
inn liafa sett margt það á stofn, er horfir til framfara og