Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Qupperneq 76
74
liin minnsta þjóð i heimi eignist son, er með svo mikilli liug-
prýði ber sannleikanum vitni allt sitt líf og komi jafnvel merk-
um mönnum stærri þjóða til að þagna. Því að það er ekki
rétt, að þéir vildu ekki gjarna hrekja það, sem liann hélt fram;
þeir iiafa naumast treyst sér til þess, ekki getað það. Magn-
ús Eiríksson var því, að mínu viti, réttnefndur einherji
s a n n 1 e i k a n s um sina daga. Ósigraður dó hann og ósigr-
aður mun liann lifa í endurminningu þjóðar sinnar, þegar hún
er orðin jafn-hreintrúuð og hann, kýs fremur að trúa því,
sem sjálfur Kristur kenndi, en hinu, sem Páll postuli og kirkj-
an liefir síðan viljað vera láta.
15. Sigursæl barátta. Hin siðferðilega hugprýði lætur sjaldn-
ast mikið yfir sér. Og oft er hin innri barátta við eigið, óæðra
sjálf sárari en liin ytri. Eða livað sagði Gríshildur góða,
er hún var að gegna skyldu sinni og halda ljósunum fyrir
konungi, á meðan hann lézt vera að kvænast annarri konu:
„Sárt hrenna fingurnir, en sárar brennur hjartað!“ — Og
vissulega er hin innri barátta, sem á undan er gengin, oft
sárari en hin ytri, á meðan menn liafa verið að gera það upp
við sig, hvað þeim bæri að gera, svo að þeir yrðu í sem fyllstri
samhljóðan við sitt eigið æðra sjálf og sínar helgustu hug-
sjónir. Því varð kvölin í Grasgarðinum svo sár. Og því kom
Lúther eins og sjúkur maður út úr stúku sinni eftir margra
daga hugarstríð. En fæstir taka hlutskipti sínu jafn-karl-
mannlega og Jóliann Húss, er laut niður að bóndanum, sem
var að safna spreki á bálið, og sagði um leið og hann steig
á bálið: „Þú gerir þína skyldu, vinur, og ég mína.“
En einhvern veginn fer það svo, að barátta þessi reynist
sigursæl. Hafi málstaðurinn verið góður, þá sigrar hann. Á
eftir krossdauðanum, þá er allt virtist týnt og tapað, kom
hvítasunnuhelgin. Og Húss varð upp úr bálför sinni að trú-
arhetju og þjóðhetju. En á staðnum, þar sem kaþólska kirkj-
an hafði látið hrenna Giordano Bruno, var lionum tæpum
þrem öldum síðar reistur minnisvarði fyrir samskot úr öllum
hinum siðaða heimi. Af hverju? — Af því að hið sanna, rétta
og góða virðist eiga ítök og málsvara svo að segja í hvers
manns sál, þá er menn loksins hafa látið sér skiljast það.
Það sigrar því að siðustu. Því verður ekkert sannara sagt um
hugprýðina en það, sem Longfellow kvað:
Fram með hug og hjartaprýði;
horfðu beiut á hverja braut;
þreyttu dug og þrek í stríði,
—■ þá skal sigur krýna hraut!