Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Side 78
XV. Hið óæðra og æðra sjálf.
Samvizka manna og siðavit.
1. Er spekin dyggð? Sá var háttur Forngrikkja og raunar lika
Rómverja að telja spekina (gr.: sofia, 1.: sapientia) til
dyggða. Þannig fullyrti Sókrates, að þekking væri dvggð. En
það var þá naumast önnur þekking en sú, er gat fvllt menn
slíkum sannfæringarkrafti, að þeir hlytu að fara eftir henni
i breytni sinni. En sjaldnast er þekking manna þannig farið,
og hjá fjölda manns hefir hún lítil eða engin áhrif á siðferði-
lega breytni þeirra. Fáir eru og þeir, er talizt geta spakir,
þótt þeirra sé víða við getið bæði i fornritum og Hávamálum.
Annars nefndu forfeður vorir það „mannvit“, er Grikkir
nefndu speki. En hvorugt er svo ahnennt, að það verði við-
haft um fólk flest. Þvi er bezt að stemma hvorttveggja niður
og nefna það því nafni, sem bezt á við, en það mun vera
siðavit manna og samvizka, sem óneitanlega hefir
hvorttveggja nokkur áhrif á brevtni manna, einkum þó ef
skapfesta og góður vilji leggjast á sömu sveif. í stað þess þvi
að segja, að þekking sé dyggð, verðum vér að telja hinn sið-
ferðilega góða vilja, sem fer eftir því, er hann veit
sannast, réttast og bezt, hina þriðju höfuðdyggð mannsins. En
hinn góði vilji gerir jafnan ráð fvrir siðferðilega ábyrgri
persónu, sem hann er út genginn frá og vill ekki bregðast
í einu né neinu af því, er liann telur gott og rétt. En athugum
nú allt þetta nánar.
2. Siðavöldin og siðferðið. Eins og tekið var fram i upphafi
rits þessa (II, 2) fæðist mannsbarnið sem siðferðilegur og
andlegur óviti. En eins og barnið á ýmsum öðrum sviðum
vex að viti og þekkingu, mætti búast við, þegar vel færi, að
það yxi að „vizku og náð“, þ. e. siðaviti og samvizlcusemi, ef
það nær sæmilegum siðferðisþroska, en það er mjög mikið
undir foreldrum þess og fræðurum komið. Nú hefir og verið
á það bent (í X. og XI. kafla), að siðferði manna og siðavit
er af félagslegum uppruna og fer að mestu eftir því, í hvers