Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 79
77
konar andlegu umhverfi maðurinn elst upp. Fyrst eru það
foreldrar og fræðarar, sem fræða barnið um, hvað rétt sé
og rangt, gott og iilt, en svo bætast bráðlega bin önnur siða-
völd við, trú, lög, siðir og almenningsálit. Af siðavöldum þess-
um eru siðirnir elztir; þar næst kemur arfsögnin og trúin;
þá almenningsálitið og einna síðast lögin og réttarfarið. Öll
reyna siðavöld þessi að aga menn og siða, bvert upp á sinn
bátt, með því að brýna fyrir þeim, bæði livað þeir eigi að
gera og bvað þeir megi ekki gera. Jafnframt þessari sið-
ferðilegu ögun er farið að gera börn og unglinga ábyrga gerða
sinna og þeim liótað meiri eða minni refsingum, ef brugðið
er út af siðaboðunum. Fyrir þetta verður maðurinn smám
saman að ábyrgri persónu, sem ætlað er að gæta að
meira eða minna leyti alls framferðis síns. Siðaboðunum slær
smámsaman inn, en við það myndast bið æðra sjálf
mannsins í mótsetningu við hið óæðra, raunverulega
sjálf bans. En myndi nú þetta geta baft nokkra líkamlega
undirstöðu?
3. Líkamleg undirstaða hins óæðra og æðra sjálfs. Samvizka
manns ber þess órækt vitni, að til sé eða til geli verið í bvers
inanns sál svonefnt óæðra og' æðra sjálf. Hvað segir t. d. Faust
Goethes:
Æ, sálir tvær mér búa brjósti í
og báðar freista livor við aðra að skiija.
í ástarbruna önnur heldur sér
við unað jarðar föstu dauðahaidi,
en hin úr dufti óðlát sveiflar sér
í sælustað und himins t jaldi . . .
(Þýð. B. .1. frá Vogi, bls. 59—60).
Hér er sýnilega á annan bóginn átt við bið óæðra bvatvísa
sjálf, en á hinn bóginn við bið siðferðilega og trúarlega sjálf
mannsins. En getur slikt baft nokkra líkamlega undirstöðu?
Árið 1860 dó maður, að nafni Pbineas Gage, í Nýja-
Englandi i Bandarikjunum. Hann bafði lengst ævi sinnar
verið binn ágætasti verkstjóri og liinn áreiðanlegasti í öllu
starfi sínu. En árið 1848 bafði bann orðið fyrir ]tvi slysi, er
bann komst ekki undan sprengingu, sem var að fara fram,
að járnkarl rakst inn á milli kjálka bans og upp í gegnum
beila fram að enni bans. Maðurinn lifði þetta af og í tólf ár
eftir það; bann var líkamlega braustur, en andlega allur ann-
ar maður. Að vísu var dómgreind bans nokkurn veginn ó-
sködduð, en bann var orðinn í mesta máta óáreiðanlegur og
bonum í engu treystandi, og við og við var bann gripinn af