Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 81
79
Dæmi þessi virðast gefa í skyn, að hinar frumstæðu til-
finningar og persónuleiki vor hafi sínar sérstöku stöðvar í
mænukerfi voru og lieila, og að allveruleg andstaða geti gosið
upp þar í milli, er iiafi þjakandi geðbilanir í för með sér og
breytingu á skapgerð manna og persónuleika. En um starfs-
háttu hins óæðra og æðra sjálfs, svo og samvizkunnar, gefa
dæmi þessi litið í skyn; þeim kynnumst vér miklu betur með
því að skyggnast inn í vort eigið sálarlíf og sjá, livað þar er
um að vera, þegar einhver togstreita á sér stað milli hins
æðra og óæðra sjálfs.
4. Ætlunarverk hinnar ábyrgu persónu. Ætlunarverk hinnar
ábyrgu persónu virðist vera: 1., að semja sig sem bezt að um-
liverfi því, líkamlegu og andlegu, sem maðurinn lifir í; 2., að
ná stjórn á tilfinningum sínum og tillmeigingum, einkum
hinum frumstæðari, og revna að sveigja þær inn undir hina
drottnandi hugð mannsins; og 3., að reyna að temja sér þá
starfsháttu, þá mannkosti, er samsvari sem bezt lífshugsjón
mannsins og starfi lians í þjóðfélaginu. — Langhægast eig'a
menn með að semja sig að siðum og liáttum annarra; það
gera menn ósjálfrátt í uppeldinu, ýmist fyrir sefjan eða bein-
ar eftirhermur. Örðugar eiga nlenn, einkum þeir, sem skap-
ríkir eru að upplagi, með að ná stjórn á tilfinningum sínum
í sambúð sinni við aðra; og enn örðugar eiga menn, sem að
upplagi eru sérdrægir og eigingjarnir, með að sveigja tilfinn-
ingar sínar til móts við réttmæta hagsmuni annarra og temja
sér hinar svonefndu félagslegu dyggðir, ráðvendni, réttlæti,
góðvild og mannúð. En það er ástundun mannsins og fram-
koma, sem sýnir, hvernig honum tekst þetta. Á undan breytn-
inni fer þó jafnaðarlegast einhver íhugun, og er mikið
liggur við, allveruleg togstreita milli hins æðra og óæðra
sjálfs, og þá er það, sem samvizka manns lætur meira eða
minna til sín taka,
5. Togstreilan milli hins æðra og óæðra sjálfs. Athugi menn
nú nánar efri helming myndar þeirrar, er birt var í fyrri hluta
rits þessa (hls. 71), þá sjáum vér, að í hinu æðra sjálfi manns
búa að minnsta kosti þrjár áberandi hugðir, trúarhugð manns,
siðferðishugð ug starfshugð, er einatí láta mjög til sín taka,
þegar um það er að ræða, hvernig inaður eigi að breyta eða
hegða sér. Hafa þær því verið nefndar stjórnandi li u g ð-
i r (regulative sentiments). Neðan undir þessu æðra sjálfi lifir
svo hið óæðra, hversdagslega sjálf mannsins sínu lífi með
tilfinningum sínum og tilhneigingum, duttlungum sínum og