Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 84
82
meðfæddar hugmyndir væru til? En þá verða menn nauð-
ugir viljugir að kannast við, að mannsbarnið fæðist sem sið-
ferðilegur og andlegur óviti. En, segja sumir, getur manns-
barnið þá ekki baft eittlivert meðfætt siðaskyn til að bera?
7. Siðaskyn eða siðavit. Tveir enskir siðfræðingar á 18. öld,
þeir Shaftesbury og Hutcheson,1) béldu því fram, að til væri
svonefnt siðaskvn (moral sense). Þetta er all-bæpin fullyrð-
ing, því að skyn i venjulegri merkingu er bér ekki um að
ræða. En ef til vill eru sum skynfæri vor undirstaða þess, er
síðar nefnist siðavit. Eins og skynið er að vissu leyti undir-
staða skynseminnar, eins ættu sum skynfæri vor að geta orðið
undirstaða þess, er vér nefnum greinarmun góðs og ills. Eft-
irtektarvert er, að latnesku orðin sapiens og sapientia eru
dregin af sögninni sapio, er i frumlegustu merkingu sinni
þýðir: að bragða á, enda eru það bragð- og þefskynjanir,
sem koma dýrunum til þess að gera greinannun á því, sem
þeim er geðfellt eða ógeðfellt, þykir gótt eða vont. Þau taka
öllu því, sem þeim er geðfellt, og má nefna það liöpp, en liafna
öllu, sem þeim er ógeðfellt, og mætti nefna það glöp. Og' á
þessari bappa- og g'lapa aðferð bjargast þau í lengstu lög. Það
er m. ö. o. svonefnt gæðaval (kvalitetsvalg), sem þau við-
bafa í mestallri lífsviðleitni sinni. Þessu gæðavali beldur svo
áfram i svonefndum félagsbvötum manna og' dýra, kynbvöt,
fósturbvötum, varðhvöt og' bjarðbvöt; og jafnskjótt og félags-
lífið hefst, fer siðaskvnið að verða að siðaviti. Má segja, að
menn að vissu leyti skynji siðina, en það, sem er að baki sið-
unum, siðferðiskröfurnar og' siðgæðið, skynja menn ekki
nema að mjög litlu leyti, fyrr en þeir eru búnir að læra málið
og merkingu orðanna og eru komnir í andlegt samband við
aðra sína líka. Að vísu geta menn ráðið það af svip manna
og yfirbragði, livort þeim líkar betur eða verr, en hvað þeim
líkar eða mislíkar, vitum vér ekki, fyrr en þeir sjálfir segja
oss það. Það er því fyrst í andlegu samneyti voru við aðra, sem
siðavit vort verður til og þroskast. Vér tökum venjulegast,
svo að seg'ja dómgreindarlaust i fyrstu við þeim siðaskoð-
unum og þeirri trú, sem vér höfum alizt upp við. Og flest-
um f i n ns t lengst af, að eittbvað sé fallegt eða ljótt, gott eða
illt, án þess að gera sér frekari grein fyrir því. Aðrir þykjast
vita, að þetta sé svo eða eigi að vera svo eftir því, sem þeim
befir verið boðið og kennt. Og enn eru nokkrir, en þeir eru
1) Sjá H. Höffding: Filosofiens Historie, I. bls. 367—70.