Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 85
83
tiltölulega fáir, sem nenna að gera sér grein fyrir, af liverju
eitthvað sé talið illt, en annað gott. Reyna þeir þá að finna
einhvern almennan siðferðilegan mælikvarða, er þeir geti
metið þetta á. En það, sem í einn tíma hefir þótt gott og guði
þóknanlegt, eins og t. d. hinir svívirðilegu trúvilludómstólar
og galdrabrennur, getur í annan tíma þótt ljótt og syndsam-
legt. Eins má húast við, að sumt af því, sem nú þykir gott og
sjálfsagt, eins og t. d. að fórna milljónum mannslífa í stríð
og styrjaldir, verði einhvern tíma síðar talið til Iiinna verstu
glæpa og villimennsku. Siðaskoðanir manna breytast með
sjálfum tíðarandanum, en tíðarandanum fer ýmist fram eða
aftur eftir því, hvort mönnunum fer fram eða aftur í siða-
luati sínu og siðferðilegri hugsun.
Þótt nú siðgæðið sé hvorki meðfætt né heldur siðaboðin
i'ituð í lijörtu manna, getur allt þelta engu að síður haft sína
líkamlegu og andlegu undirstöðu og þroskazt með tíð og tíma
undir heillavænlegum áhrifum. Svo virðist þetta vera um liina
siðferðilegu skapgerð manna, um hið svonefnda æðra og ó-
æðra sjálf og samvizkuna. Allt virðist þetta liafa sina líkam-
legu undirstöðu eða að minnsta kosti starffæri í heila og
mænukerfi mannsins. En það rýrir auðvitað ekki á neinn
hátt siðmæti þessara andlegu starfshátta, sýnir aðeins, að
jafnvel efnið getur þjónað andanum í því, sem gott er og
mannlífinu nauðsynlegt. En lítum nú á sjálft viljalíf manna,
sem svo er nefnt.
8. Fyrirætlanir, hvatir og viljaákvörðun. Líkt og fyrirætlanir
uianna eru mjög mistryggar eftir því, hve mikil eða lítil skap-
festa kemur fram í þeim, þannig eru hvatir þeirra mjög mis-
góðar. Af öllum fyrirætlunum manna er á f o r m i ð livað laus-
ast og svikulast, oft aðeins til þess ætlað að friða samvizk-
una i bili. Ásetningurinn er að visu nokkru fastari, en
er þó oft bundinn vissum skilyrðum, og því unnt að hvika
frá því, sem menn hafa ásett sér eða jafnvel lofað. En vi 1 j a-
ákvörðunin er þeirra föstust, því að þá einsetur mað-
Urinn sér að gera það, sem hann hefir tekið ákvörðun um.
Þó er framkvæmdin eini óbrigðuli prófsteinninn á skapfestu
nianns og viljaþrek. Menn hreyta og af mjög misjöfnum
hvö tum (motivum). Sumir láta breytni sína mótast því nær
eingöngu af ó 11 a við almenningsálitið og önnur drottinvöld
bjóðfélagsins, og getur þetta jafnvel nálgast þrælsótta.
Sumir breyta af meiri eða minni hálfvelgju og eru þá
oft ekki lengi að snúa við blaðinu, ef þeim sýnist svo. Aðrir