Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 86
84
breyta af r á ð n u m h u g og' skapfestu, ýmist af því aö
skyldan hýður þeim að breyta svo og svo, eða þá af því,
að þeir vilja ekki hletta sinn innra manö með lítil-
mannlegri eða ógöfugri framkomu. Og loks eru þeir menn til,
sem einungis vilja breyta samkvæmt því, sem þeir telja
sannast, réttast og bezt. Má því segja, að siðgæði
þeirra sé komið á hvað liæst stig'. En þá er það sjálf vilj a-
ákvörðunin og hvernig vér eigum að skilja liana. Margir
hafa skilið liana svo, sem það sé jafnan sterkasta hvötin,
sem beri sigur úr býtum. En er vér liugleiðum, að það er ein-
att hin veika rödd samvizkunnar, sem á í höggi við liinar
sterkustu livatir manna, fýsnir og jafnvel ástríður, þá lilýtur
oss að skiljast, að þetta er ekki jafnan svo. Jafnvel Will.
James gerir ekki frekari grein fyrir þessu en þá, að það
sé sjálf persóna mannsins og viljaákvörðun (þetta fiat, er
liann nefnir svo), er ráði úrslitum. En það er einmitt þetta
fiat (það sé svo!), sem ber að skýra. Og ég sé ekki, að það
verði skýrt með öðru móti en því, að hér sé um gæðaval,
en ekki styrkleikaval að ræða. Maðurinn vill ekki ganga bak
orða sinna, liann vill eklci bletta sinn innra mann né leggja
drengskap sinn í liættu eða liann ber slíka lotningu fyrir
því, sem hann telur. satt og' rétt eða gott og heilagt, að liann
lætur sér ekki detta í hug' að bregðast því og því breytir liann
samkvæmt því, er hann telur sannast, réttast og bezt. En þá
sjá menn þegar, hve mikið er undir siðaviti mannsins sjálfs
komið; því að sé samvizka mannsins illa uppfrædd, getur liún
leitt hann afvega og jafnvel komið honum til að drýgja glæpi,
ýmist af trúarákafa eða öðru slíku (sbr. galdrabrennurnar).
Þessvegna er vel þroskað siðavit livað nauðsynlegast hverjum
manni. Það á að vera ljósið á veguxn vorum og' lampi fóta
vorra.
9. Siðavit. Siðavitið nær ekki einungis til si'ða vorra og hált-
ernis, heldur og til allrar breytni vorrar og' þeirra afleiðinga,
er hún kann að hafa. Þvi er sagt, að í upphafi skyldi end-
inn skoða. Það var þetta, sem forfeður vorir nefndu
m a n n v i l (sbr, Hávamál) og Forn-Grikkir speki. Og sannar-
lega væri það spakur maður, sem í liverju einstöku falli gæti
sagt, hvað væri sannast, réttast og bezt.
Spyrji menn nú svona yfirleitt, hvað sé satt, rélt og gott
eða aðeins sæmilegt, má gefa nokku'ð almenn og nokkurn
veginn rétt svör við því. S a 11 er yfirleitt það talið, er kem-
ur heim við allar kunnar staðreyndir; rétt það, sem fer