Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 89
XVI. Viljinn og hin ábyrga persóna.
1. Viljinn. Mikið hefir verið rætt um það á öllum tímum,
hvers eðlis viljiun væri, hvort hann væri algerlega frjáls og
öllu óháður, eða livort liann væri háður bæði ytri og innri
orsökum, eða loks, hvort liann væri ekki einn af starfskröft-
um sálarlífsins og þá sennilega lokakraftur þess, árangurinn
af öðrum undangengnum sálarlegum öflum, og líta mætti á
hann sem framkvæmdavald hinnar siðferðilega ábyrgu per-
sónu. Er allmikið undir því komið, að menn geri sér sem ljós-
asta grein fyrir öllu þessu, svo að þeir láti sér skiljast, að hvorki
hafi viljinn neitt alræðisvald, er geti brevtt sem honum bezt
iíkai', né heldur sé hann neinn leiksoppur í hendi guðs eða
náttúrunnar, heldur sé hann erindreki sjálfrar persónu
uiannsins, hvort sem hún er ill eða góð eða bil beggja.
2. Skoðanir Aristótelesar og annarra fornspekinga. Því hefir
verið haldið fram, að Aristóteles hafi fyrstur manna haldið
fi’am algeru frjálsræði viljans, en þetta er hinn mesti mis-
skilningur á orðum iians og kenningu. Hann hélt einungis
valfrelsinu fram og því, að menn færu ýmist eftir hin-
um náttúrlegu tilhneigingum sínum eða skynseminni, en til-
hneigingarnar gætu ýmist verið illar eða góðar eða hil beggja,
og vandinn væri að rata hið rétta meðalhóf. En það, sem
valdið hefir misskilningnum, er, að hann segir á einum stað,
að „það sé einnig undir oss komið, livort vér verðum dvggð-
ögir eða vondir.4*1) En þetta er allt annað en það, hvort vilji
Vor sé frjáls eða ekki, shr. það, er segir í niðurlagi kaflans,
Par sem sagt er, að maðurinn sé liöfundur gerða sinna líkt
°g hann sé faðir harna sinna, og þar sem hann talar bæði um
góða og vonda náttúru, er fengin sé að erfðum, og það hlut-
verk skynseminnar, að reyna að leiðheina henni og gera eitt-
övað gott úr henni, svo að hún rati á leið dvggða, en ekki lasta.
H Ethjca Nicomachica III, 7, 15.