Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 91
89
Fyrst er það, að í upphafi hafi vilji manna verið alfrjáls.
Annað það, að hann eftir sj’ndafallið hafi orðið háður synd,
sekt og dauða og þá einskis góðs megnugur. En svo hafi, í
þriðja lagi, mannkynið losazt undan oki svndarinnar fyrir
fórndauða Jesú Krists.
í sköpunarsögu Gl. T. er skýrt frá því, að almáttugur guð
hafi í upphafi skapað himin og jörð á sex dögum og hvílzt
á hinum sjöunda. Og hann leit vfir allt, sem hann hafði gjört,
og sjá! það var liarla gott. Þó er þegar gert ráð fvrir falli
englanna; Lúcifer liafi fallið, gerzt óvinur guðs og stofnað
sitt eigið ríki, er orðið hafi upphaf hins illa í heiminum. En
1 syndafallssögunni er sagt frá falli mannsins, er þau Adam
og Eva létu freistast af höggorminum til þess að eta af skiln-
ingstrénu. Fyrir þetta voru þau og allir afkomendur þeirra
seldir undir svnd, sekt og dauða, unz Kristur endurleysti
mennina með krossdauða sínum og friðþægði þá við guð.
Vildu menn nú ekki revna að sjá, hvað felst i þessum helgi-
sögnum? Fyrst er guð talinn almáttugur og sköpunarverkið
gott. Svo skerðir hann sjálfur almætti sitt með því að veita
hæði englum og mönnum frjálsræði til að syndga. Svnd
mannanna var að vísu ekki stór og aðeins til þess að fá skiln-
ing á greinarmuni góðs og ills. Skyldi maður ætla, að það
hefði mátt vera guði þóknanlegt. En svo var ekki, og varð
sú synd ekki afplánuð með öðru en því, að menn drýgðu hina
stærstu synd, sem hugsazt gat, deyddu guðs eingetinn son!
Og þetta átti að verða mönnunum til sáluhjálpar og friðþægja
þá við guð!
Hið sanna i syndafallssögunni er, að menn komust fyrst
inn á menningarhrautina, er þeir fundu til nektar sinnar,
tóku að erja jörðina og nevta síns brauðs í sveita sins and-
litis. Þá tóku og augu þeirra að lúkast upp fyrir greinarmun
góðs og ills. Syndafallið svonefnda varð því miklu fremur
upphafið að blvgðun manna og siðferðishugð en að svnda-
sekt þeirra. Hafði það tvennt gott i för með sér, að menn tóku
að erja jörðina og' gera sér hana nndirgefna og að gera grein-
annun góðs og ills, svo að þeir gætu valið þar í milli. Því
verður ekki annað sagt en að þetta svonefnda „syndafall“
liafi orðið mannkyninu lil góðs, orðið upphafið að siðun þess
°g siðgæði.
En kirkjan, einkum sú rómversk-kaþólska, vildi ekki
sleppa mönnum svo léttilega úr greip sinni, eftir að hún var
einu sinni til orðin. Páfinn gerðist umboðsmaður guðs á jörðu
12