Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 92
90
og kirkjan ímynd guösríkisins, og innan þess átti allt að vera
heilagt og lýtalaust eða að öðrum kosti sæta refsiaðgerðum
hennar. Helzti kennifaðir þessarar kirkju varð August-
í n u s, og lians kenningar ríktu að meira eða minna leyti
fram yfir siðabót og ríkja jafnvel sumstaðar enn þann dag i
dag. Þó rekur sig þar hvað á annað og að lokum jafnvel á sjálf-
an kjarna kristindómsins. Fyrsta kennisetning Augustíns er
sú, að fyrir syndafallið hafi maðurinn haft algeran frívilja,
hvort heldur væri til ills eða góðs. En hin önnur kennisetn-
ing hans var sú, að eftir syndafallið hafi viljinn orðið svo
háður synd og dauða, að maðurinn hafi fæðzt með erfðasynd
og vilji lians ekki orðið neins góðs megnugur úr þvi, hann
gæti því aðeins frelsazl frá syndinni fyrir náðina, náðai'-
meðul kirkjunnar, skírn og kvöldmáltíð, yfirbót og síðustu
smurningu. Og loks kom þriðja lcennisetningin, er kollvarp-
aði hinuni háðum og raunar líka endurlausnarhugmyndinni,
en það var kenningin um náðarval guðs, að guð hefði
þegar frá öndverðu kjörið suma menn til eilífrar sælu, en
aðra og það meira að segja hávaða alls mannkynsins til eilífr-
ar fordæmingar! Ef nú þessu væri þannig farið, væri þá
nokkuð við því að gera? Siðferðisviðleitni mannanna sjálfra
væri þá ekki til neins, og náðarmeðul kirkjunnar kæniu að
engu haldi, því að auðvitað hlyti allt að fara eftir guðs eilifa
vísdómsráði. — En getur nú nokkrum manni dulizt, hversu
hrottaleg og hræðileg þessi kenning er? Ég tala nú ekki um,
þótt hún sjálf gangi guðlasti næst. En hitt er verra, að hún
gerir kærleikskenningu Krists og hjálpræði lians til handa
öllum þjóðum að engu. Og þó er það verst, að hún girðir fyrir
alla siðferðisviðleitni manna. Hitt er ekki nema mátulegt, að
hin svonefndu náðarmeðul komi þá ekki heldur að haldi. En
þessu trúðu menn, og einnig því, að engin frelsun væri til
utan kirkjunnar, en þá voru það tiltölulega fáir, sem frelsazt
gátu af öllu mannkyni, og flestir urðu eftir í þrældómshöftum
syndarinnar, og þeir áttu allir að tortímast.
4. Nauðhyggja vísindanna. Undan þessu oki og þessum and-
lega hroka kaþólsku kirkjunnar tóku menn nú að reyna að
brjótast á endurreisnartímabilinu og upp úr því. Þá tóku
menn að stunda vísindi og frjálsa hugSun, en flæktu sig þvi
nær jafnskjótt í svonefndri vélrænni nauðhvggju
(mekaniskum determinismus). Allt átti þá að vera knúið
áfram af vélrænni eðlisnauðsyn. Maðurinn var gerður að
vélbrúðu, er háð væri ytri og innri nauðsyn, og bundinn svo