Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 93
91
að segja í báða skó. Menn fullyrtu, að sömu orsakir hefðu
jafnan sömu verkanir, og að heimsrásin væri svo ákveðin,
að þar vrði engu um þokað, maðurinn væri háður ytri og
innri lífsskilyrðum, erfðum og uppeldi og jnnisskonar áhrifum
hið ytra, en tilfinningum sínum og tilhneigingum hið innra,
er réðu öllu um hreytni lians, og því væri viljinn ekki nema
nafnið tómt, árangurinn af líkamlega og andlega ósveigjan-
legri orsakarás. En ef svo er, ef maðurinn eða vilji hans er
ekki annað en vélbrúða ytri og innri orsaka, þá er hann um
leið sviptur allri siðferðilegri ábjmgð. Enginn liefir komizt
betur að orði um þetta en L e s 1 i e S t e p h e n í einu riti sínu:
Visindi og siðfræði1). Þar segir: „Menn segja, að siðferðileg
ábyrgð geri ráð fyrir [einhverskonar] frelsi. Maðurinn er að-
eins áhyrgur fyrir því, er hann sjálfur veldur. En causa causæ
(orsök orsakarinnar) er einnig causa causati (orsök þess, sem
af henni leiðir). Ef ég er orsakaður, eins og ég sjálfur er or-
sök, þá er orsökin til mín einnig orsök breytni minnar, og þá
er ég aðeins þolrænn liður í festi, sem leiðir aflið frá einum
lið til annars. Ef því hver einstaklingur er aðeins árangur ein-
hvers utan sjálfs sín, þá lendir öll ábyrgðin á þvi, sem fram-
leiddi hann. Alheimurinn eða öllu heldur hin fyrsta orsök
hans er þá ein ábvrg, og þar sem hún er aðeins ábyrg gagn-
vart sjálfri sér, verður ábyrgð þessi tóm blekking.“
En er nú ekki einhver veila í þessari vélrænu nauðhyggju?
Er orsakarásin vélræn og ósveigjanleg? Er hún ekki miklu
fremur aflræn, sveigjanleg og marghreytileg? Og er ekki mað-
Urinn orðinn að nokkurskonar straumhrevti orsakarásarinn-
ar með þekkingu sinni og tækni?
5. Orsakasamhengið sveigjanlegt og sínu sinni hvað. Sjald-
an hafa orðið meiri aldahvörf í skoðun manna á heiminum
en upp úr aldamótunum 1900.2) Þegar árið 1900 kom P1 a n c k
fram með þá kenningu, að til væru fyrirbrigði, eins og svo-
nefnd holrúmsgeislan, er alls ekki væru vélræns eðlis og þar
sem orkan streymdi fram í misstórum orkuskömmtum eftir
því, hvernig á stæði. Árið 1903 fóru þeir Ernest Ruther-
ford og Soddy að sýna fram á sjálfkrafa upplausn hinna
geislandi frumefna, en áður höfðu menn trúað þvi, að frum-
efnin væru eilíf og óumhreytanleg. Árið 1905 kom E i n s t e i n
fyrst fram með afstæðiskenningu sina og sýndi fram á, að
ekki væru til neinar fastar og algildar tíma- og rúmsákvarð-
1) Leslie Stephen: Science and Ethics, p. 285.
2) Sjá Afmælisrit Vísindafélagsins: Greinar II, 2, Rvik 1943, bls. 13 o. s.