Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Blaðsíða 94
92
anir. Arið 1909 sýndi Minkovsky fram á, að tími og rúm
væru ekki hvort öðru óháð, heldur bvggjum vér í ferviðu
tímarúmi með þrem rúmsvíddum, en svo myndaði tíminn
fjórðu víddina með því í sífellu að flytja rás viðburðanna
og orkustreymið fram á við til nýrra og nýrra atburða. Árið
1911 kom svo Rutherford fram með frumeindakenningu
sína. Frumeindirnar væru ekki fylltar efni því, er þær væru
kenndar við, heldur mynduðu þær liver fyrir sig eilitil sól-
kerfi af frádrægum og viðlægum rafeindum, þar sem hinn
positivt hlaðni kjarni (proton) mvndaði þungamiðju frum-
eindai’innar, en fleiri eða færri negativar rafeindir (frá 1
upp í 92) flvgju í misvíðum brautum umhverfis kjarnann
og mynduðu með því þá hörðu skel, er virtist umlykja hverja
frumeind. Samt sem áður gátu þær, fvrir hinar yztu ómett-
uðu rafeindir, tengzt öðrum frumefnum, einu eða fleiri, og
myndað samsett efni. Eins gátu, þegar minnst vonum varði
og frumefnin tóku að leysasl upp, bæði rafeindir og kjarna-
brot þevtzt með miklum hraða og krafti út úr frumeindinni
og sýndi það, að efnið væri ekki svo dautt og hlutlaust, sem
menn áður höfðu haldið, heldur væri það þrungið af afli og
orku. Loks sameinaði Niels Bohr sjónarmið þeirra
Plancks og Rutherfords með því að sýna fram á, að
rafeindirnar gætu stokkið úr einni braut í aðra, ýmist að
eða frá kjarna, og þá ýmist sent frá sér orkuþrunginn geisla-
staf eða sogið hann í sig og færi styrkleiki hans eftir því,
sem stökkinu næmi. Rafeindirnar væru á sífelldum hvörf-
um ýniist á hrautum sínum í kringum kjarnann eða þá út
á við eða inn á við. Því væri aldrei unnt að segja, hverju
fram vndi. I samhljóðan við þetta tók Einstein Plancks
kenningu upp að nýju 1917 og fullvrti, að sama orsök, A, gæti
eftir því, sem á stæði, haft mismunandi verkanir, R, C eða
D, i för með sér, þannig að aldrei væri unnt að segja fvrir
með fullkominni vissu, heldur aðeins með nokkrum senni-
leik, hverju fram kynni að vinda í hverju einstöku falli. Loks
rak þýzki eðlisfræðingurinn Heisenberg smiðshöggið á
þetta árið 1927 með því að sýna fram á, að ekki væri á samri
stund unnt að ákveða bæði stöðu og hraða sömu rafeindar,
svo að ekki skeikaði stórum um annað tveggja, stöðuna eða
hraðann, en af því leiddi, að ekki væri unnt að ákveða með
neinni vissu, hvar hver rafeind væri á hverju augnabliki og
þá auðvitað ekki heldur, hverju fram kvnni að vinda á því