Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 96
94
ýmisskonar
afleiðingar
(consequentiaj.
Ýniisskonar undanfarar eru oftast nær skilyrðið fyrir því,
að hinn eini óhjákvæmilegi undanfari, orsökin, orki á það,
sem henni er ætlað, og er orsökin þá að einhverju leyti afl-
ræn (dynamisk). Hún orkar á hlut þann eða persónu, sem
iiún nær til. En — vis agendo consumitur, --r- jafnskjótt og hin
aflræna orsök hefir eyðzt eða gengið upp í verkaninni, næst
einhverskonar jafnvægr eða meðallag, er vér nefnum árang-
ur verkanarinnar, en sá árangur getur aftur haft fjarlægari
afleiðingar í för með sér og jafnvel gefið tilefni til nýrra at-
vika eða athafna.
Menn spyrja venjulegast ekki um orsök nema um einliverja
breytingu sé að ræða hið ytra eða hið innra með hlutunum,
og á orsökin þá að gefa nægilega skýringu á breytingunni,
þannig að hún verði manni fullskiljanleg. Nú orkar ýmist einn
liluturinn á annan, og er það nefnt utan að komandi orsök
(causa transiens), eða eitthvað verkar inni í hlutnuin svo,
að hann breytist úr einu í annað, og er þetta nefnt íbúandi
orsök (c. immanens), eða hluturinn eða persónan hefst sjálf
lianda eftir eðli sínu og innræti, og' er það þá nefnd sjálfvirk
orsök (c. spontanea). En er uin sjálfvirka orsök er að ræða,
getur hún verið með tvennum hætti, líkamlega skapandi (c.
concipiens) eða andlega skapandi (c. inveniens). Af þessu
sést, að til muni vera ýmis afbrigði eða tegundir orsakasam-
hengis. Þó mun nú ekki þörf á í þessu sambandi að gera sér
grein fyrir nema þrem helztu tegundunum.
7. Þrjár helztu tegundir orsakasamhengis. Eftir þeirri þekk-
ingu, sem menn nú hafa aflað sér á náttúrunni og mannlíf-
inu, virðist mega greina að minnsta kosti þrjár tegundir or-
sakasamhengis. Fyrst er liið vélræna (mekaniska) orsaka-
samhengi, er aðallega virðist eiga sér stað í hinni lífvana nátt-
úru, þar sem eitt ýtir við öðru á alveg vélrænan liátt, eða eitl
tengisl öðru í ákveðnum hlutföllum orku og efnis eða eitt
kemur í annars stað og jafngildir því að einhverju eða öllu
leyti (causa aequat effec.tum). Þá er liið vefræna (organ-
iska) orsakasamhengi; það á sér stað í likömum lifandi vera
og er fólgið í endurnæringu, vexti og æxlun eða getnaði nýs
einstaklings í líki sinnar tegundar, og því er sagt, að hvað geti