Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Page 99
97
ur eðlishvötin smám saman að hugarhvöt, að fýsn, með
meira eða minna greinilegri hugmynd um markmiðið. En
þegar fleiri slíkar hugarhvatir koma upþ í liuga lífverunnar
°g þær geta ekki samrýmzt, fer fram svonefnt hugrænt
val um það, liverri hvötinni heri lielzt að þjóna. Og er ein-
iiver þessara livata er orðin manni sérstaklega hugstæð fyrir
það, hve mann fýsir í markmið hennar, fara menn og mál-
leysingjar að velta fvrir sér leiðunum eða hugsa um tækin
til þess að ná markmiðinu, en þá er fýsnin orðin að Iiugð
uieð hugmynd um takmark og tæki. Þegar loks fleiri hugðir
eru komnar til skjalanna, hefst íhugun og skynsamlegt
v a 1 um það, liverri liugðinni heri helzt að þjóna og livaða
tækjum heri helzt að beita. Og að lokum, er menn fara að
liugsa um gæði og verðmæti athafna sinna og um það, hvað
sé sannast, réttast og hezt í hverjum lilut, fer fram siðræn l
val og siðferðileg viljaákvörðun.
9. íhugun, ákvörðun og vilji. Af því, sem nú liefir verið sagl,
uum menn vera farið að gruna, i hverju viljalifið sé
fólgið, að það sé fólgið í íhugun, ákvörðun og framkvæmd.
Hæfileiki manna til þess að hugsa sér ýmsa möguleika á
liegðun sinni, áður en þeir hefjast handa, er það, sem vér
uefnum ýmist skynsamlega eða siðferðilega íhug-
u n. Sé um skynsamlega íhugun að ræða, er aðeins reynt
uð komast á snoðir um, hvernig liyggilegast sé að breyta, svo
að það hafi happasælar afleiðingar fvrir sjálfan mann eða
aðra. En sé um siðferðilega íhugun að ræða, þá er um það
að gera, hvað sé sannast, réttast og hezt, og þá koma bæði hið
óæðra og æðra sjálf til sögunnar (sjá síðasta kafla, 5. gr.),
hið óæðra sjálf með öllum sínum fýsnum, freistingum og
ilöngunum, og hið æðra sjálf með siðaboðum sínum og fyrir-
inælum. Þau leiða saman hesta sína innan lögréttu samvizk-
unnar, en hún segir, þetta her þér að gera, eða þetta mátt
þú ekki gera, og eftir skemmri eða lengri málflutning með
°g móti er svo ákveðið, livað gera skuli. Ákvörðunin er
tekin. Raunar getur girndin og ákefðin verið svo yfirþyrm-
uudi, að skvnsemi manns og siðgæði komist alls ekki að. Þá
sigrar hið óæðra sjálf og maðurinn hreytir hvatvíst (im-
Pulsivt). Allter þá, vegna geðofsans, senx í lionum er, eins og
i þoku fyrir lionunx nema það, sem liann girnist eða hefir ásett
sér að gera, og þá ræður auðvitað hið óæðra sjálf hans úrslit-
Unum. En komist annaðhvort skynsemi mannsins eða sið-
gæði að, þá i’æður það að einhvei’ju eða öllu leyti málalok-
13