Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1939, Síða 100
98
um, og þá er það ýmist liinn s k y n s e m i g æ d d i v i 1 j i eða
hinn góði vilji mannsins, er framkvæmir ákvörðun lians.
Vil j inn sjálfur er þá aðeins lokakrafturinn, er framkvæmir
ákvörðun mannsins; liann er framkvæmdavaldið og ekkert
annað, er framkvæmir ákvörðun girndar, vits eða siðgæðis;
hann er sendiboði hins óæðra eða æðra sjálfs út í umheiminn.
Hann er því þjónn mannsins, en ekki lierra, og' getur því
breytt sínu sinni livað, eftir því sem á stendur með manninum
sjálfum hið innra í það og það skiptið. En hafi maðurinn á-
unnið sér fasta skapgerð eða fari liann tíðast eftir hinni
drottnandi hugð sinni, liver sem hún nú er, þá verður og vilji
hans nokkuð fastur í rásinni og samur við sig' frá einum tíma
til annars, og þá förum vér að tala uin ýmist vondan eða
góðan vilja, eftir þvi hvort hann þjónar heldur liinu óæðra
eða æðra sjálfi mannsins. Viljinn á því upptök sín í og er háð-
ur hinum innra manni, fer að ráðum lians. Hann er því ekkert
annað en framkvæmdavald persónunnar á liverri líðandi
stund, — lokakrafturinn eða lokaþátturinn í meira eða minna
flóknu sálarstarfi.
10. Hin drottnandi hugð, skapgerðin og viljavalið. Viljinn er
þannig enginn sjálfstæður þáttur í sálarlífi manna, heldur
er hann háður geðþótta þeirra, hugsanalífi og hvötum á hverri
líðandi stund. Þó má segja, að myndazt geti vissar viljastefn-
ur í sálarlífi manna fyrir það, að þeir i viljavali sínu fara
venjulegast eftir liinni drottnandi liugð sinni, liver sem
hún nú er. Hjá hverjum manni er venjulegast einhver ein
hugð, er yfirgnæfir allar aðrar, hvort sem hún er holdlegs
eða andlegs eðlis, eigingjörn eða óeigingjörn, listræns, vís-
indalegs eða siðræns eðlis, og hún hefir livað mest áhrif á
viljaval hans, þar eð hún beinir bæði liuga hans og vilja frelc-
ar í eina átt en aðra og fær hann jafnaðarlegast til að velja
það og vilja, er samsvarar bezt hinni drottnandi lmgð. En
fyrir þetta síendurtekna viljaval mannsins þroskast skap-
gerð hans æ meir og' meir í vissa átt, svo að hún verðui'
æ meir og meir að ákveðinni manngerð (typus). Hér verð-
ur nú ekki gerð frekari grein fyrir hinum mismunandi mann-
gerðum, er þannig myndast1); en fremur má líta á hitt, að
hvað viljavalið snertir má skipta mönnum í fjóra aðalflokka:
li v a t v í s a m e n n , ástríðume n n , h y g g i n d a m e n n
og siðferðilega þjálfaða. Hvatvísir eru þeir menn
1) Sjá Alm. sálarfræði, II. útg. bls. 209 o. s., sbr. bls. 481.